Skírnir - 01.01.1932, Page 42
63
Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. ISkiruir
land, skyldi ég ganga úr skugga um þetta. Til þess ferð-
aðist ég um allt Fljótsdalshérað austan fljóts og Fljótsdal og
Fell fyrir handan. Auk þess réðst ég til farar með Benedikt
Blöndal, fulltrúa Búnaðarfélagsins, er hann fór í Loðmundar-
fjörð og Borgarfjörð að mæla jarðabætur bænda. Hafði ég
af því ferðalagi hið mesta gagn og gaman, enda mun
vera leitun á skemmtilegri manni en Blöndal er, og aldrei
var þokan í víkunum svo dimm, né rigningin svo mögn-
uð, að ekki birti yfir mönnum, þegar þeir sáu og heyrðu
Blöndal í amalúðanum.
Til betra yfirlits skal ég nú fyrst setja hér skrá yfir
tölu bæja og manna þeirra, er ég athugaði á Fljótsdals-
héraði.
Athugaðir alls rödduð órödduð alls rödduð órödduð
Skriðdalur 13 bæir 10 bæir 11 bæir 33 menn 17 menn 20 menn
Vellir 11 — 10 — 5 — 20 — 16 — 8 —
Skógar 5 — 5 — 2 — 12 — 10 — 3 —
Fljótsdalur 9 — 6 — 8 - 23 — 10 — 15 —
Fell 9 — 9 - 5 - 18 — ■ 14 — 7 —
Eiðajjinghá 7 - 7 — 2 — 11 — 10 — 3 —
Hjaltast.þh. 12 — 10 — 5 — 15 — 10 - 7 —
Alls 66 — 57 — 38 — 132 — 87 - 63 -
Vinstra megin á skrá þessari má nú sjá, að ég hefi
gert athuganir á 66 bæjum alls á Fljótsdalshéraði og fund-
ið menn, sem notuðu hin rödduðu (norðlenzku) hljóð, á 57
bæjum, en menn, sem notuðu órödduðu (sunnlenzku) hljóð-
in, á 38 bæjum. Þar af leiðir aftur, að á 9 bæjum aðeins
hefi ég fundið menn, er notuðu eingöngu órödduð hljóð,
og á 28 bæjum menn, er notuðu eingöngu rödduð hljóð,
en á 29 bæjum hefi ég fundið málið blandað: suma, sem
höfðu rödduðu hljóðin, aðra, sem höfðu órödduðu hljóðin,
eða þá menn, sem notuðu rödduð og órödduð hljóð jöfn-
um höndum í máli sínu. Reiknað í hundraðshlutum (°/0)
verður þá niðurstaðan svo:
Eingöngu rödduð hljóð blandað mál eingöngu órödduð hljóð
á 42,5 % 44 °/o 13,5 °/0 bæjum.