Skírnir - 01.01.1932, Side 43
Skirnir| Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930.
37
Ef litið er á hægri hlið skrárinnar má lesa, að ég hefi
gert athuganir á 132 mönnum alls. Þar af notuðu 87 rödd-
uð, 63 órödduð hljóð. Eingöngu rödduð hljóð fann ég í
máli 69 manna, eingöngu órödduð hljóð i taii 45 manna, en
blandað var mál 18 manna aðeins, þeirra er ég athugaði.
Þetta verður i hundraðshlutum:
Eingöngu rödduð hljóð blandað mál eingöngu órödduð hljóð
i máli 52,2 °/„ 13,7 °,'0 34,1 “!„ manna.
Það er ljóst af þessu yfirliti, að rödduðu norðlenzku
hljóðin eru i talsverðum meirihluta á Héraði. Hinsvegar er
málið þó miklu meir blandað í þessu atriði en að því er
snertir framburðinn ptk / bdg. í tveim sveitum, Skriðdal og
Fljótsdal, hafa órödduðu sunnlenzku hljóðin jafnvel yfir-
höndina: meir en helmingur athugaðra bæja og manna
þar hafa órödduðu hljóðin. Þetta verða menn að hafa í
huga, er menn líta á aðalútkomuna, því í þessum sveitum
athugaði ég 29 manns, er eingöngu notuðu órödduð hljóð
eða 22 °/0 allra athugaðra manna! Að frádregnum þessum
tveim sveitum, verður Héraðið þannig talsvert miklu norð-
lenzkara í máli.
Þá er fyrir hendi að athuga að hve miklu leyti þessir
63 menn á 38 bæjum, er hafa órödduð hljóð í máli sínu,
eru innfæddir eða aðfluttir Héraðsbúar. Til betra yfirlits
set ég hér enn skrá. Tölurnar í hornklofunum sýna, hve
margir eru blendnir i máli (nota bæði rödduð og órödduð
hljóð).
Innfæddir Aðfluttir Uppruni aðfluttra
Skriödalur 11 [4] 9 6 úr Breiðdal, 3 úr Álftafirði.
Vellir 6 14] 2 2 úr Breiðdal og Hornafirði.
Skógar 2 [1] 1 úr Húnavatnssýslu |uppalinn í Borgarfirði vestra].
Fljófsdalur 10 12] 5 |1] 3 úr Suðursveit, 1 úr Berufirði vestra, 1 úr Árnessýslu.
Fell 5 [21 2 [1] úr Hornafirði og af Siðu.
Eiöaþinghá 3 [2] 0
Hjaltast.þinghá 5 12] 2 úr Mjóafirði og af Suðurnesjum.
Alls 42 [17] 21 [2]