Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 44
33
Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. [Skirnir
Skráin sýnir, að réttur þriðjungur þessara manna er
aðfluttur úr sveitum, þar sem órödduðu hljóðin eru tiðk-
anleg (óvíst um Mjóafjörð aðeins). Hún sýnir líka, að nær
allir hinir aðkomnu tala óblandað mál, undantekningarnar
tvær (úr Suðursveit og Hornafirði) eru gamlir menn, er
hafa dvalið langdvölum á Héraði. Af hinum 42 innfæddu
tala aftur á móti 17 blandað mál.
Nú er ennfremur auðvelt að gera grein fyrir 10 þess-
ara 42 innfæddu manna. Það eru sem sé afkomendur (börn)
aðkominna manna, sbr. síðar (bls. 39). Það sýnir sig enn-
fremur, að 9 af þessum 10 nota órödduðu hljóðin ein-
göngu. Eftir verða þá 32 menn, er nota órödduð hljóð,
þar af 16 blendnir í máli. Og 10 þessara 32 manna eru i
Skriðdal einum, 8 i Fljótsdal, en 11 aðeins á dreif um
hinar sveitirnar (Völlu, Fell, Skóga, Eiða- og Hjaltastaða-
þinghá). Það leynir sér þannig ekki, að Héraðid hefur upp-
runalega haft og varðueitir enn að mestu leyti hið norð-
lenzka málseinkenni: rödduðu hljóðin (ð, l, m, n á undan
p, t, k). Því að ef frá er tekið fólk aðkomið úr »sunn-
lenzkum« sveitum, þá heyrast órödduðu sunnlenzku hljóð-
in aðeins hjá 14,4 °/0, er nota þau eingöngu, og hjá öðrum
14,4 °/0, sem eru blendnir í máli, þar sem 71,2 °/0 eru hrein-
lega norðlenzkir í máli. Loks koma 16,2 °/0, þeirra er nota
órödduð hljóð, á Skriðdal og Fljótsdal.
Um Skriðdal er þess að gæta, að hann er i nágrenni
við Breiðdal, sem hefir órödduðu hljóðin að mestu lcyti
einráð. Hefir á síðustu árum flutt margt fólk úr Breiðdal
þangað, eins og sjá má af skránni um aðflutta. Úr Álfta-
firði hefir og flutt allmargt fólk (sbr. skrána) og það
sumt fyrir löngu, sem ekki kemur fram i þessu tali. Er
þvi eðlilegt að mest beri á órödduðu hljóðunum (eins og
b, d, g í stað p, t, k) þar, en ekki kann ég að svo stöddu
að skýra það til hlítar.
í Fljótsdal kann ég þó enn síður að greina orsakir til
þess, að órödduðu hljóðin eru þar svo algeng Að visu er
þaðan skammt i Skriðdal, en það má líka segja um Skóga
og Völlu. Hugsanlegt væri að hér væri um að ræða áhrif