Skírnir - 01.01.1932, Side 45
Skírnir] Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjöröum 1930. 39
frá prestssetrinu Valþjófsstað. Að vísu hefir prestur!) sjálf-
ur greinilega norðlenzkt málfar, sem eðlilegt er, því að þótt
hann færi fæddur á Héraði, var hann fóstraður upp að
mestu á Undirfelli í Vatnsdal hjá sr. Hjörleifi Einarssyni
frænda sínum. En frúin er sunnlenzk í allar ættir og eftir
henni hafa börnin tekið málfar. Nú er risna þessara hjóna
kunnari en frá þurfi að segja, hafa þau um langt skeið
með söng sínum og fjöri gert Valþjófsstað að menningar-
miðstöð eigi aðeins í sveitinni, heldur og svo að segja um
allt Austurland. Svo mér virðist margt óliklegra en það, að
sveitungar hafi smámsaman orðið fyrir áhrifum af málfari
Valþjófsstaðafólks.
í kaflanum um ptk / bdg hér að framan minntist ég á
afkomendur og áhangendur sr. Bergs Jónssonar í Valla-
nesi (1878—1891) og það, að þeir hefðu varðveitt sunn-
lenzka framburðinn bdg. Á sama hátt hafa þeir varðveitt
órödduðu hljóðin. Frægastir af þessu fólki eru þeir Egils-
staðamenn. Gerðist Jón Bergsson, eins og kunnugt er,
brautryðjandi á sviði atvinnulífs og verzlunar, en synir
hans hafa byggt dyggilega á þeim grundvelli, sem hann
lagði. Fyrir þetta allt og svo sökum ágætrar legu sinnar
við enda Fagradalsbrautarinnar hafa Egilsstaðir alveg ein-
staka sérstöðu sem brennipunktur félagslífs, verzlunar og
samgangna á Héraði. Þykir mér sennilegt, að þess hljóti
-að sjá mörk i máli manna þar i grend, en ekki hafði ég
tækifæri til að gera neinar athuganir, er sýndu það, að
öðru leyti en því, að börn Jóns Bergssonar hafa varðveitt
sinn sunnlenzka framburð, þrátt fyrir það þótt móðir þeirra
— ættuð úr Seyðisfirði — hafi hreinan norðlenzkan fram-
burð (rödduðu hljóðin og p, t, k).
Nú víkur sögunni til Loðmundar- og Borgarfjarðar.
í Loðmundarfirði athugaði ég 7 menn á 5 bæjum og fann
ullsstaðar rödduðu (norðlenzku) hljóðin, en á tveim bæjum
1) Á Valþjófsstað síðan 1894.