Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 46
40
Um inál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. |Skirnir
einnig órödduð hljóð hjá tveim mönnum, og var annar
þessara manna aðfluttur úr Fáskrúðsfirði. Annars eru eigin-
lega allir Loðmfirðingar aðkomnir: úr Héraði og Fjörðum
flestir.
í Borgarfirði athugaði ég fólk á 10 bæjum (þar í Bakka-
gerði), alls 23 menn. Þar notuðu 11 rödduðu hljóðin ein-
göngu, 5 voru blendnir í máli og 7 notuðu eingöngu órödd-
uð hljóð.
Það merkilega við þetta var nú, að af þessum 7 -f- 5
mönnum, sem notuðu órödduðu hljóðin, gat ég ekki fund-
ið nema tuo aðkomna úr sveitum, sem skýrt gætu máls-
einkennið. Var annar úr Fljótshverfi, hinn úr Lóni (sá not-
aði þó rödduðu hljóðin jöfnum höndum).
Hinir 10 voru, að því er ég komst næst, flestallir Borg-
firðingar að uppruna, eða þá þaðan, sem vænta mátti radd-
aðra hljóða, t. d. piltur ættaður af Völlum. Meiri hluti þeirra
(7) voru ungir menn (ca. 18—35 ára).
Ef litið er hinsvegar á þá 11 menn, sem eingöngu
nota rödduðu hljóðin, þá vekur það eftirtekt, að meirihluti
þeirra (8) eru gamlir menn (ca. 45—70 ára) og hinir þrír
nær miðaldra (30—40). Urn tvo vissi ég að vísu, að þeir
voru aðkomnir úr Héraði, svo að rödduðu hljóðanna var
að vænta í máli þeirra, en á hinn bóginn voru tvö gamal-
menni aðkomin úr Berufirði og Breiðdal og hefði því mátt
búast við órödduðum hljóðum í máli þeirra, en mér þykir
liklegt, að mál þeirra hafi breytzt við langvistir þeirra á
Héraði og Borgarfirði.
Þetta allt virðist benda til þess, að yngri kynslóðin í
Borgarfirði sé ctð taka upp órödduðu hljóðin og leggja
niður hin rödduðu hljóð feðra sinna, enda athugaði ég
það bókstaflega á þremur bæjum. Á einum þeirra hafði
faðirinn (gamall maður) rödduð hljóð, en sonur og sonar-
sonur órödduð. Á hinurn tveimur bæjunum hafði móðirin
rödduð hljóð eingöngu, faðirinn blandað mál, en sonurinn
órödduð hljóð.
Hver er þá orsök þess, að yngri kynslóðin skuli vera
að taka upp órödduðu hljóðin? Næga skýringu á því gaf