Skírnir - 01.01.1932, Side 47
Skirnir) Um mál á Fljóísdalshéraði og Auslfjörðum 1930. 41
mér Sigvarður Benediktsson á Hofströnd, fæddur og upp-
alinn í Borgarfirði. Hann sagði, að frá því hann myndi
fyrst eftir sér (o: frá því um aldamót hér um bil) hefði
fóstri sinn alltaf haft sunnlenzka sjómenn (af Suðurnesjum)
til sjóróðra á sumrum. Var þetta alsiða um fjörðinn. Eftir
1915 fóru Borgfirðingar sjálfir að fara í atvinnuleit á vet-
urna, mest suður til Vestmannaeyja og á Suðurnes, síðast
(eftir 1925) til Viðeyjar. Sjálfur hafði Sigvarður verið í Við-
ey, enda notaði hann órödduðu hljóðin eingöngu.
Þessir fólksflutningar, — Sunnlendingar að sumrinu
til austur, en Austfirðingar að vetrinum til suður til
Vestmannaeyja og Suðurnesja, — hafa eflaust haft
svipuð áhrif á mál manna alls staðar þar sem sjósókn
hefir verið á Austfjörðum, en það var löngum á öllum
fjörðunum fyrir norðan Stöðvarfjörð (að honum meðtöld-
um). Á Breiðdalsvík hefir sjósókn aldrei verið að neinu
ráði, stundum engin, og á Berufirði (Djúpavogi) hefir hún
löngum verið fremur lítil, og efast ég um, að sunnlenzkir
sjómenn hafi vistazt þar til muna, fyrr en þá ef vera skyldi
á síðari árum. Því miður hef ég hér engin gögn í höndum
til að rekja þessa fólksflutninga-sögu rækilega.
Um firðina sunnan Loðmundarfjarðar gafst mér — því
miður — ekki tækifæri til að ferðast, og gat ég því aðeins
með höppum og glöppum gert athuganir á fólki þaðan. Þó
kom ég á Reyðarfjörð og Eskifjörð og fann þar nokkra
menn að máli.
Á Reyðarfirði, — þ. e. í þorpinu og af bæjum fyrir
innan Eskifjörð, — athugaði ég alls 5 menn, voru tveir
þeirra innfæddir Reyðfirðingar og höfðu rödduðu hljóðin;
hinir voru aðfluttir: af Völlum blandað mál, úr Skriðdal
(faðir álftfirzkur) órödduð hljóð og úr Fáskrúðsfirði órödd-
uð hljóð.
Á Eskifirði (og úr grendinni) athugaði ég aftur á móti
13 manns, þar af höfðu 3 rödduð hljóð eingöngu, 4 bland-
að mál, en 6 notuðu eingöngu órödduð hijóö. En af þess-
um 13 voru aðeins 4 innfæddir og af þeim 4 hafði aoeins
einn (roskinn maður) rödduð hljóð, einn blandað mál (mag^