Skírnir - 01.01.1932, Page 48
42
Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. ISkírnir
art. Kristinn Andrésson) og tveir órödduð hljóð (miðaldra
maður og ung kona).
Hinir 9 eru innfluttir Eskfirðingar, og því litt að marka
um upprunalegt málfar þar í sveit. En síðan ég kom hing-
að vestur, hefi ég verið svo heppinn að geta náð til þriggja
manna ættaðra úr Reyðarfirði og hafa þeir allir rödduðu
hljóðin. Mennirnir eru Eyjólfur Björnsson raffræðingur frá
Sléttu í Reyðarfirði og prófessor Richard Beck og móðir
hans frá Breiðuvík í Reyðarfirði. Það eru þannig allar
líkur til að Reyðarfjörður hafi upprunalega haft rödduðu
norðlenzku hljóðin.
Ég skal hér að lokum setja lista yfir menn þá, er ég
hafði tækifæri til að athuga úr Fjörðunum frá Seyðisfirði
og suður eftir:
Seyðisfjörður: 1 gamall maður: rödduð hljóð, 2 unglingar:
órödduð hljóð.
Mjóafjörður: 1 miðaldra kona: órödduð hljóð.
Norðfjörður: 1 gömul kona: rödduð hljóð.
Eskifjörður: 1: rödduð hljóð, 1: blandað mál, 2: órödduð
hljóð.
Reyðarfjörður: 5: rödduð hljóð, 1 innfluttur Hornfirðingur:
blandað mál.
Fáskrúðsfjörður: 2 bræður (faðir úr Fljótsdal): annar bland-
að mál, hinn órödduð hljóð.
Stöðuarfjörður: Enginn athugaður, en frá gamalli tíð veit
ég, að þar er fólk, sem notar órödduð hljóð. Prests-
fólkið í Stöð: rödduð hljóð (faðir úr Héraði, móðir
norðlenzk).
Breiðdalur: 4 menn rödduð hljóð, 2 blandað mál, 9 órödd-
uð hljóð. Þessir 4 menn, er hafa rödduðu hljóðin, eru:
Gömul hjón, er hafa alið mestallan aldur sinn í Breið-
dal og dóttir þeirra, ennfremur gömul kona í Njarð-
vík flutt úr Breiðdal fyrir 50—60 árum, svo að vel má
vera að hún hafi lagað sig eftir umhverfinu. Annars
reynast flestir hafa órödduð hljóð, enda man ég ekki
eftir nema einstöku mönnum í Breiðdal, sem ég tæki