Skírnir - 01.01.1932, Side 49
Skirnirj Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. 43
eftir að hefði rödduð hljóð, — að undanskildum inn-
fluttum mönnum, eins og t. d. móður minni og ann-
ari konu, báðum úr Loðmundarfirði—Seyðisfirði.
Berufjörður: 1 gamall maður (langvistum á Héraði og Beru-
firði): rödduð hljóð, Berfirðingar (á kirkjustaðnum, ætt-
aðir úr Nesjum): órödduð hljóð, sömuleiðis maður af
Djúpavogi.
Álftafjörður: Þaðan 3 menn athugaðir i Skriðdal: órödduð
hljóð, auk þess (dánir) feður tveggja manna (Skriðdal
og Reyðarfirði), er höfðu órödduð hljóð.
Lengra suðureftir sýnist vera óþarfi að rekja fram-
burðinn (sbr. það sem þegar er ritað um niðja Hoffells-
ættarinnar (sr. Bergs) á Héraði). Hitt er mikil skaði, hve
lítið er vitað um firðina milli Loðmundarfjarðar og Breið-
dals. Það er geta mín, að væru þeir rannsakaðir til hlítar,
myndu menn finna þar mun blandnara mál en á Héraði,
ef til vill yfirgnæfandi órödduð hljóð, einkum hjá ungu
kynslóðinni. En hitt þykir mér jafnsennilegt, að rödduðu
norðlenzku hljóðin hafi verið ríkjandi áður en fólksflutn-
ingar hófust milli Suður- og Austurlands og þorpin tóku
að byggjast, nema e. t. v. í Stöðvarfirði og Breiðdal. Þetta
er bersýnilega svo í Borgarfirði og Loðmundarfirði. í þeim
fjörðum (einkum Loðmundarfirði) voru og nokkur brögð
að því, að Héraðsbúar flyttu í fjörðuna, og munu þess
finnast merki í hinum fjörðunum lika. Ferðir og samgöng-
ur milli Héraðs og fjarða hafa og eflaust ávallt verið all-
tíðar, einkum þó milli Reyðarfjarðar og Héraðs, bæði fyrr
og nú. Tíðfarið var Héraðsbúum og á Seyðisfjörð eftir að
þar reis upp kaupstaður og þar til vegur kom á Fagradal.
Við Borgarfjörð munu og ávallt hafa verið talsverðar sam-
göngur úr Héraði. Aftur á móti munu samgöngur tæplega
hafa verið miklar við Loðmundarfjörð, Mjóafjörð og eink-
um Norðfjörð, en nú stendur þar bylting fyrir dyrum, ef
bílvegur verður lagður milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. —
Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður liggja heldur ekki vel