Skírnir - 01.01.1932, Síða 50
44
Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. [Skirnir
við samgöngum til Héraðs; verða Stöðfirðingar að fara urn.
Breiðdal.
Öðru máli er að gegna um Breiðdal. Það er syðsta
sveit í Fjörðunum, sem tíðfarinn vegur liggur úr til Hér-
aðs. Og yfir Breiðdal (sjaldnar nú orðið a. m. k. um Öxi
upp úr Berufirði) urðu Álftfirðingar og aðrir þaðan af sunn-
ar að fara tii Héraðs. Það er þvi eigi svo undarlegt að'
finna algerðan mállýzkumun um p, t, k og ð, l, n, m 4-
p, t, k i Álftafirði og á Héraði. Breiðdalur (og e. t. v. Beru-
fjörður að nokkru leyti) fylgir nú Héraði i þvi að hafa
norðlenzka framburðinn p, t, k, en Álftafirði i þvi að hafa
sunnlenzka framburðinn, óraddnð ð, l, m, n.
Hér skal nú hnýtt við upplýsingum um tvö mállýzku-
einkenni, sem talin hafa verið austfirzk: 1) hið langa sér-
hljóð á undan g í lagi [la:jt], tregi [tre:ji] o. s. frv., og
2) hinn svonefnda hornfirzka framburð á rn, rl [rn, rl]„
svo sem ern [er-n], ekki [erdn], enn síður [ed-n], harla
[har-la], ekki [hardla].
Um þetta siðarnefnda einkenni hefi ég áður (í Acta
Philologica Scandinavica 3:270) getið þess til, að það
mundi ná »því sem nær frá Meðallandi að vestan til
Stöðvarfjarðar að austan, að báðum sveitum meðtöldum«„
Því miður á ég ógerðar athuganir um Stöðvarfjörð og Fá-
skrúðsfjörð til að sanna þessa setningu, en það styður hana
að einu mennirnir, sem ég varð var við [r-n] hjá, vorur.
þrír Breiðdælingar, stúlka ættuð úr Berufirði og einn Horn-
firðingur. Ennfremur sagði mér greind kona, Guðrún frænka
mín Einarsdóttir frá Sandfelli, að þegar Breiðdælingar hefðu
komið þar, hefði hún veitt því eftirtekt, að þeir sögðu [r-n]..
Annars heyrði ég ekki þennan framburð (sem þó mundi
hafa vakið eftirtekt mína, þar sem mér er hann ekki eigin-
legur), en ég hirti ekki um að safna dæmum um hinn al-
genga framburð [rdn] og [rdl]. Þó hefi ég bókfest 4 Skrið-
dælinga og 1 mann úr Skógum, er sögðu [Bjar-dnt], enn-
fremur 3 Reyðfirðinga [bordnar] og 1 innfluttan Hornfirð-
ing i Reyðarfirði [súr-dn], og virðist hann þannig hafa lagt