Skírnir - 01.01.1932, Síða 51
Skirnir] Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930.
45
niður hornfirzkuna í þessu tilfelii, eflaust fyrir áhrif um-
hverfisins.
Einnig í þessu atriði fylgir þá Breiðdalur (að mestu)
Álftafirði.
Um hið fyrrnefnda einkennið ([a:ji] o. s. frv.) er það
•að segja, að hið eina dæmi þess heyrði ég hjá gömlum
Breiðdæling í Skriðdal, hann sagði i lagi [i: la:ji] með
löngu a. Annars tók ég eftir hinum framburðinum [laiji]
með stuttu a í tali ellefu manna, hingað og þangað um
Hérað og Firði (í Fljótsdal, Skógum, Völium, Eiða- og Hjalta-
staðaþinghá, Loðmundarfirði, Borgarfirði og Eskifirði), þar
við bætast svo Reyðfirðingarnir þrír, sem ég athugaði hér
vestra.
í próffyrirlestri mínum, höldnum í Osló 1927, gat ég
þess til, að takmörk þessa einkennis mundu vera að miklu
ieyti hin sömu og takmörk [r-n, rl] fyrirbrigðisins. Að sögn
Ögmundar skólastjóra Sigurðssonar nær þessi framburður
vestur undir Mýrdalssand. Þó gizkaði ég á, að framburð-
urinn [la:ji] o. s. frv. mundi e. t. v. ná iengra norður en
[er-n], af því að sjálfur segi ég, Breiðdælingurinn, [Ia:ji],
en [erdn]. En þetta er ósannað mál, og nú þykir mér ekki
líklegt að [a:ji] o. s. frv. finnist að neinu ráði austar (norð-
■ar) en í Stöðvarfirði.
Hér eru þá komin þrjú mállýzku-einkenni sameiginleg
Álftafirði og Breiðdal (Stöðvarfirði?) gegn málvenju á Hér-
aði (og Fjörðum). Ég skal bæta einu við, þó það sé ekki
úr hljóðfræðinni sótt. Það er not orðanna austur og suður.
í Breiðdal og Stöðvarfirði segjast menn fara suður
fyrir á, en ef menn eru einu sinni komnir suður fyrir ána,
fara menn aftur austur yfir hana. Þetta má nú að nokkru
leyti til sanns vegar færa, því árnar á þessu svæði (Breið-
dalur—Lón) renna allar í suðaustur, þvi svo snúa sveit-
irnar. En á sama hátt er sagt: austur á Fjörður: Fáskrúðs-
fjörð, Reyðarfjörð, Seyðisfjörð, og skeikar þar enn meir frá
»réttum« áttum. í Héraði segja menn á hinn bóginn austur
■og norður fyrir Fljót, þar sem öllu »réttara« mundi að tala
um austur og vestur. Nú grófst ég eftir þvi, hve langt norð-