Skírnir - 01.01.1932, Síða 52
46
Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. [Skírnir
ur málvenjan austur—suður mundi ná í Fjörðunum, og
fékk þá að vita, að i Reyðarfirði og Loðmundarfirði (og
eflaust þar i milli) sögðu menn »réttilega« noróur og suð-
ur; Borgfirðingar sögðu norður og austur að dæmi Héraðs-
búa, enda snýr fjörðurinn eins og Héraðið (norður og suð-
ur), en þó heyrði ég þar líka sagt: „fyrir sunnan á“ í stað
„fijrir austan á“.
En af Fáskrúðsfirði urðu heimildarmenn mínir ekki
samsaga. Kváðu sumir (bræðurnir frá Tungu) ávallt notað
norður og suður, aðrir fullyrtu að suður og austur væri
notað (Sveinn Benediktsson á Fáskrúðsfirði og Magnús
sýslumaður Gíslason, báðir úr Breiðdal). Mun hvorttveggja
satt vera, að því leyti, að aðfluttir Breiðdælingar og Stöð-
firðingar munu nota austur og suður, en Fáskrúðsfirðingar
hinir innfæddu norður og suður. Enda fann ég eftir á, að
ég hefði getað sparað mér fyrirspurnina, því að Kr. Kálund
getur þess í neðanmálsgrein í Bidrag til en historisk-topo-
grafisk Beskrivelse af Island, II. bindi, bls. 254, að »fra
Fáskrúðsfjorden af modsættes ost og syd«.
Með vissu nær þessi málvenja suður í Hornafjörð, þar
er t. d. sagt: suður í (Suður)sveit, suður á Mýrar. í Suður-
sveit sjálfri mun hún líka finnast, því þar heita Sunnsend-
ingar þeir, sem búa fyrir sunnan Steinasand (o: vestan).
En í Suðursveit mætir manni önnur sunnlenzk málvenja,
sem eigi er heldur alveg óþekkt í Hornaíirði, en algeng í
Öræfum og alla leið vestur að Reykjanessfjallgarði — eða
réttara: Faxaflóa, það er að tala um út í stað vesturs.
Þannig fara menn úr Hornafirði oftast »suður í Öræfi«, en
líka stundum »út í Öræfi«.
Líklega er þessi málvenja eins og útnorður, útsuður
o. s. frv. leifar af hinni gömlu vesturnorrænu áttatáknum,
því á vesturströnd Noregs á hún fyllilega við. En hér er
óþarfi að fjölyrða um það.
Hitt er aðalatriðið, að hér hafa nú verið færðar líkur
að þvi, að fjögur mállýzku-atriði hafi Breiðdalsheiði, Rein-
dalsheiði og Stöðvarskarð—Víkurheiði að norðurtakmörk-