Skírnir - 01.01.1932, Síða 53
Skirnir] Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930.
47
um. Hvernig stendur nú á þessu? Hví fylgdi ekki Breið-
dalur Héraði og norðurfjörðum heldur en suðurfjörðunum?
Svarið er ekki langsótt.
Það kemur sem sé upp úr kafinu, að einmitt hér voru
takmörk kaupsviðanna, sem á einokunartímunum fylgdu
Reyðarfirði og Djúpavogi.
Eins og kunnugt er sigldu Danir aðeins á einar 20—25
hafnir allt einokunartímabilið (1602—1787). Segir Jón Aðils
í »Einokunarverzlun« sinni (bls. 260), að það muni snemma
hafa viðgengizt, að ákveðnar sveitir fylgdi hverri höfn, en
þó muni menn hafa verið nokkuð sjálfráðir um hvar menn
verzluðu »þangað til umdæmaverzlunin hófst árið 1684.
Upp frá því var tekið að skipa mjög nákvæmlega um-
dæmum eða kaupsviðum (Districter) til hafnanna . . . og
gengið mjög ríkt eftir að eigi væri farið út fyrir takmörk-
in«. Var svo ríkt eftir gengið, að menn verzluðu innan síns
umdæmis, að brot varðaði aleigumissi og æfilanga þrælkun
á Brimarhólmi. Annars segir Aðils (bls. 140), að það hafi
verið föst venja, »þegar engin var búslóðin að missa og
ekkert fé í sektirnar, að sakborningur var látinn sæta húð-
látsrefsingu og var taxtinn sá, að tvö ósvikin vandarhögg
á beran hrygginn skyldi koma fyrir hverja mörk í sektinni«.
Þessi umdæmaverzlun hélzt frá 1684—1733, þá »var
slakað talsvert á klónni með þetta, en kaupsviðin héldust
þó enn sem áður«.
Það liggur nú í augum uppi, að því greiðari samgöng-
ur, sem sveitirnar áttu við sína höfn, og því torsóttara, sem
þær áttu til annara hafna, því minni hætta var á að þær
leituðu þangað. Á Snæfellsnesi voru kaupsviðin smá og
þar var einlægt launverzlun, þrátt fyrir bannið; en Aðils
getur þess hvergi, að neinn ágreiningur hafi orðið milli
Reyðarfjarðar og Djúpavogs um verzlun. Að minnsta kosti
mun óhætt að fullyrða, að mikil brögð hafi þar ekki verið
að launverzlun. Liggur það í því, að Breiðdælingum og
Stöðfirðingum hlaut að vera hægra að sækja verzlun til
Djúpavogs en til Reyðarfjarðar, og jafnbeint lá það við
fyrir Skriðdæli og Fáskrúðsfirðinga að sækja til Reyðar-