Skírnir - 01.01.1932, Side 54
48 Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. [Skirnir
fjarðar. Ég hefi nú eigi við höndina gögn, er sýni hvenær
verzlun hófst á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík,
en það gerðist allt á siðasta mannsaldri, og þangað til
verzluðu Breiðdælir við Djúpavog. ‘)
Á sama hátt urðu Öræfingar að sækja verzlun á Djúpa-
vog, unz verzlun hófst á Papós og Hornafirði (um alda-
mót?), og var það hálfsmánaðar tíl þriggja vikna ferðalag
vor og haust!
Það er nú eftirtektavert, að breytingin i > e, u > ö
hefir takmörk sín að vestan innan þessa kaupsvæðis: Ör-
æfingar einir hafa haldið hinum gömlu hljóðum / og u,
eða svo var 1923, er ég fór þar um.
En nú mætti spyrja: gátu verzlunarferðirnar einar haft
svona mikil útbreiðslu- eða jöfnunaráhrif á málið? Til sam-
anburðar er bezt að hafa þá þekkingu, sem fengin er á
hinu rannsakaða svæði. Við höfum séð að innflutlir menn
(t. d. í Skriðdal, á Valþjófsstað, Egilsstöðum) breyta yfir-
leitt ekki máli sínu og börn þeirra halda þvi. Undantekn-
ingarlaust verður þetta þó ekki (sbr. gamla manninn úr
Lóni, gömlu konuna úr Breiðdal (?) í Borgarfirði og gamla
Hornfirðinginn á Reyðarfirði, sem öll sýnast hafa tekið upp
framburð umhverfisins). Hins vegar sjáum við (í Borgar-
firði), að ungir menn taka upp mál aðkominna sjómanna á
ca. 30 ára bili, eða jafnvel skemmri tíma. Þess verður og
að gæta, að síðustu 15 árin hefir margt þessara ungu
manna einnig farið suður á land á vetrum, svo að þeir
hafa oft verið undir stöðugum áhrifum árið um kring.
Að lokum skal hér bent á eina orsök, sem ef til vill
ekki hvað sízt hefir orðið þess valdandi, að menn á Fjörð-
um og Héraði leggja niður málfar átthaganna (rödduðu
hljóðin) og taka upp sunnlenzkt málfar (órödduðu hljóðin).
Þetta er: virðingin fyrir Reykjavik, höfuðstaðnum. Fjöldi
fólks sækir þangað í allskonar erindum, og margir þessara
1) Siðasti fasti viðskiftamaðurinn, sem Djúpavogsverzlun átti
i Breiðdal, mun hafa verið faðir minn, Einar Gunnlaugsson. Hann
verzlaði þar vist allt þar til hann brá búskap á Höskuldsstöðum 1924.