Skírnir - 01.01.1932, Side 55
Skírnir] Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930.
49
manna taka eflaust að nokkru leyti upp reykvískt málfar.
Þannig hitti ég t. d. unga konu uppalda á bæ, þar sem
flestir, þar á meðal faðir hennar, notuðu rödduðu hljóðin.
En hún hafði verið á Kennaraskólanum og var nú gift
kennara (sunnlenzkum ?) og bjuggu á Norðurlandi. Hún
hafði órödduðu hljóðin. Það er ekki heldur einleikið, að ef
annaðhvort foreldranna hefir órödduðu hljóðin, þá eru það
einmitt þau, sem börnin taka eftir. En þetta verður skiljan-
legt, ef hér er um tízku að ræða: áhrif frá Reykjavík og
kaupstöðunum. Nokkuð svipað mun vera að segja um áhrif
sjófólksins sunnlenzka. Mér er ekki kunnugt, hvort Sunn-
lendingar hafi þótt betri sjómenn en heimaalningarnir, og
þvi verið eftirsóttir, eða þeir hafi verið kauplægri. En allur
fjöldi þeirra mun hafa kunnað að segja sögur úr Reykja-
vík, sem heimaalningarnir hlustuðu á með öfund og lotn-
ingu. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, og
þessa munu Sunnlendingarnir einnig hafa notið.
Svo sterk hafa áhrif kaupstaðanna á kaupsviðin varia
verið. Fyrst og fremst má nú efast um það, að kaupstað-
irnir sjálfir hafi nokkurntíma verið miðstöðvar málnýjunga.
Til þess voru kaupmennirnir og fylgifiskar þeirra of illa
þokkaðir. Til eru þó kvartanir um það, að málið hafi spillzt
i grennd við kaupstaði, eins og t. d. Eyrarbakka, svo að
ekki hafa þeir með öllu verið áhrifalausir. En hitt þykir
mér sennilegt, að samgönguhöftin, kaupsviðamörkin, hafi
með tímanum — og tíminn var nálega þrjár aldir — haft
allmikil áhrif til málsjöfnunar innan kaupsviðsins. Mér kæmi
það eigi á óvart, þóít það sannaðist, að menn hefðu til
muna meir blandað blóði innan hvers kaupsviðs en á milli
kaupsviðanna, að minnsta kosti á þessum slóðum.
Eins og áður er vikið að, náði kaupsvið Djúpavogs
sunnan frá Skeiðará austur að Gvendarnesi og mun vera
leitun á kaupsviði, sem tryggilegar væri einangrað.
Kaupsvið Reyðarfjarðar tók yfir Skriðdal, Völlu, Eiða-
þinghá og Hjaltastaðaþinghá, strandlengjuna alla og firð-
ina að meðtöldum Fáskrúðsfirði suður að Gvendarnesi, en
Jökuldalur, Jökulsárhlíð, Hróarstunga og Fell og eftir 1691
4