Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 56
50
Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. [Skírnir
Fljótsdalur (norðan Fljóts) sóttu til Vopnafjarðar. Annars
var Fljótsdalur við og við bitbein þeirra Reyðarfjarðar- og
Vopnafjarðarkaupmanna, vildu báðir hafa verzlun þaðan.
Ekki hafði ég í sumar tækifæri til að gera neinar at-
huganir utan kaupsviðs Reyðarfjarðar, nema um Fljótsdal
og Fell. Er þar skemmst af að segja, að ég varð þar ekki
var neins óvenjulegs í málfari, nema helzt órödduðu hljóð-
anna í Fljótsdal, sem í því atriði átti sammerkt við Skrið-
dal, eins og áður er sýnt. Enda sýnist það auðskilið, að
Lagarfljót myndi eigi verða slíkur samgöngutálmi — eink-
um að vetrinum — að mállýzkumunur hlytist af.
Það er einkum eitt atriði, sem hugsanlegt væri að
hefði haft útbreiðslu í Vopnafjarðarumdœmi og þyrfti að
athugast vel: það er norðlenzka einkennið hv > kv. Björn
M. Ólsen hafði í Germaníu XXVII, 273, sett takmörkin að
austan um austurtakmörk Þingeyjarsýslu, að vestan í Snæ-
fellssýslu. Þetta vildi Björn K. Þórólfsson leiðrétta (Um
íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld, bls. XXXIV): »Fram-
burðurinn ku nær nú suður á Fljótsdalshérað, þar segja
sumir kv, aðrir hv« (og eftir þessu fór ég i Acta Phil.
Scand., 3:269).
Nú bjóst ég við að hitta talsvert af to-tilfellum á Út-
héraði og norðurfjörðunum, en árangurinn varð neikvæður.
Að visu hitti ég alls um 25 menn, er notuðu kv (kvað,
kvass fyrir hvað, hvass), en þeir voru dreifðir um allt
svæðið, og við nánari athugun kom í ljós, að þeir voru
annaðhvort aðfluttir Norðlendingar, eða af norðlenzkum
(eða reykvíkskum) foreldrum, eða á annan hátt tengdir Norð-
lendingum. Eiginlega voru það aðeins tvö dæmi úr Skrið-
dal, sem ég gat eigi fundið norðlenzkan uppruna að. Ann-
ars var þetta fólk úr (eða ættað úr) Húnavatnssýslu, Borgar-
firði vestra, Skagafirði, Eyjafirði, Þingeyjarsýslu, Fjöllum,
Húsavík, Núpasveit, Langanesströndum og Reykjavík.
Sýnist mér að svo komnu tæplega hægt að telja mál-
ið blandað, því allur almenningur notar hv eingöngu. Þó
er ekki Ioku fyrir það skotið, að kv kunni að vera al-
mennara um Vopnafjörð, Jökulsárhlíð og Hróarstungu, og