Skírnir - 01.01.1932, Síða 57
Skirnir] Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. 51
í þessum tveim síðastnefndu sveitum mun Björn K. Þór-
ólfsson einkum hafa gert athuganir sínar.
Á Jökuldal kom ég ekki, en greindur maður, Stefán
Eyjólfsson frá Brú, er sjálfur notaði kv (móðir þingeysk),
sagði mér að kv mundi vera undantekning þar. Hinsvegar
var honum ljóst, að Mývetningar notuðu það.
Þess skal getið, að ef B. M. Ólsen hefir á réttu að
standa um takmörk framburðareinkennisins, þá er þar um
að ræða eigi aðeins sýslutakmörk, heldur og gömul kaup-
sw'ds-takmörk (sbr. Einokunarverzlun, bls. 295—297). Eftir
1700 fylgdu þó Vopnafirði einnig bæði Sauðaness- og Sval-
barðsþinghár norðan sýslutakmarkanna.
Úr því að hér hefir verið gerð grein fyrir norðlenzka
einkenninu kv, skal hér einnig sagt frá öðru norðlenzku
málseinkenni: [g-ð] og [b-ð] í saggði og habbði. Heyrði ég
á öllu ferðalaginu eigi fleiri en sex dæmi þessa framburð-
ar, og aðeins eitt hjá gamalli konu innfæddri í Fljótsdal:
ánœggður. Annars voru hinir 5 mennirnir úr Eyjafirði, Húsa-
vík [sag-ði, en hav-ð'i], Húnavatnssýslu, Reykjavík og —
Grindavík. ‘) Kvað svo rammt að, að ég hitti Skagfirðing í
Fljótsdal, sem hafði lagt niður »norðlenzkuna« og sagði
[hav-ði] og [saq-ði] upp á »austfirzku«.
Auk þess sagði mér Stefán Eyjólfsson frá Brú, að
habbði, saggði þekktist ekki á Jökuldal, né heldur í Jökul-
dalsheiðinni eða Möðrudal; um Grímsstaði var hann í vafa,
en Mývetninga taldi hann nota habbði og saggði.
Af því hve örfá þessi dæmi eru í samanburði við dæm-
in um kv — og ég tók auk þess efir því um allmarga, er
notuðu kv, að þeir sögðu [q-ð, v-ð] — þá sýnist mér auð-
sætt að leita verði marka þessa einkennis norðar (vestar)
en marka hins fyrirbærisins.
En ef það reynist nú rétt, sem ég hefi þótzt færa álit-
Iegar líkur að hér að framan, að takmörk kaupsviðanna
hafi markað skil í málfari manna á Austurlandi, þá liggur
1) Er hugsanlegt að þetta sé gamall reykvikskur framburður?
4*