Skírnir - 01.01.1932, Page 58
52
Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. [Skírnir
nærri að ætla, að það hafi getað átt sér stað víðar, þótt
það verði auðvitað eigi fullyrt að rannsóknarlausu.
Ég hefi þvi borið saman þetta iitla sem menn vita nú
um mállýzkueinkenni og útbreiðslu þeirra við hin fornu
kaupsviðamörk um land allt.
Skal það strax tekið fram, að fremur óvíða verður,
að svo stöddu, fullyrt að kaupsviðamörkin hafi skapað
mál-skii. En þetta liggur eflaust meðfram í fáfræði vorri
um mállýzkurnar. Og skal ég nú telja líkur þær sem að
svo stöddu verða færðar i þessu máli (upplýsingarnar hefi
ég frá J. Aðils):
1. — Ég hefi þegar minnst á mörkin hu: kv um sýslu-
mót Norðurþingeyjar- og Norðurmúla-sýslu, og skal láta
þar við sitja.
2. — Kaupsvið Hofsóss var í orði kveðnu öll Skaga-
fjarðarsýsla. en bændur á austanverðum Skaga og Laxár-
dal sóttu oft til Höfðakaupstaðar á Skagaströnd.
Að tali Jóns Ófeigssonar, sem ferðast hefir um Skaga-
fjörð, er svæðið vestan Héraðsvatna blandað með tilliti til
rödduðu og órödduðu hljóðanna d, I, n, m, á undan p, t,
k. Kemur það allvel heim við verzlunarástandið eins og
Aðils lýsir því. — Jóh. L. L. Jóhannsson telur (Skírnir,
1923, bls. 206.) Héraðsvötn skifta máli; en Björn M. Ólsen
(bréf til Konráðs Gíslasonar, 25. nóv. 1885) var hinsvegar
undrandi er hann heyrði fyrst framburðinn hlaþka á Suður-
landi. Þetta síðast nefnda þarf nú raunar ekki að bera vott
um annað og meira en það, að blandað hafi verið mál í
norðurhluta Húnavatnssýslu og B. M. Ó. hafi sjálfur notað
hin rödduðu hljóð (sbr. t. d. ástandið á Héraði og einkum
í fjörðunum). Um þetta bil einhversstaðar er og að leita
markanna milli b, d, g (Húnavatnssýsla — sunnlenzka) og
p, t, k (Skagafjörður — norðlenzka). Er eftirtektarvert að
sjá þessi málseinkenni fylgjast nokkurnveginn að.
Frá þessum mörkum og suður á Suðurnes — að Vest-
fjörðum ógleymdum — sýnist nú munu vera meiri marg-
breytni um málfar, en annarsstaðar, á ekki stærra svæði.