Skírnir - 01.01.1932, Side 59
Skírnir] Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930.
53
En allt of lítið er um þessar mállýzkur vitað með nokkurri
vissu, til þess að gerlegt sé að ræða þær hér.
3. — Ég get samt ekki lokið svo þessu ináli að ég
minnist ekki á Suðurnesjamálið svonefnda, sem kennarar
munu nú almennt kalla »hljóðvillu« (eins og ekki verði um
önnur hljóð villzt!), en það er breytingin , > e, u > o-
Skal ég þá byrja með að nefna kaupsviðin um Suður-
nes og í grend, þau voru að sunnan talin: Grindavík,
Bátsendar, Keflavik, Hafnarfjörður og Hólmurinn (= Reykja-
vík) og var það kaupsvið langmest, náði frá Seltjarnarnesi
norður að Hvítá í Borgarfirði.
Hinsvegar tilheyrði allt svæðið austanfjalls Eyrarbakka.
»Þó var jafnan nokkur ágreiningur uin vestursveitirnar,
Ölfusið og Grafninginn og Selvoginn, sóttu þær annað
veifið til Grindavíkur eða til Hafnarfjarðar«. Eftir 1730 urðu
bændur um 3 ár a5 reka fé til Hafnarfjarðar eða Hólms
og mun það hafa við gengizt eftir það úr vesturhluta Ár-
nessýslu.
Nú er það eftirtakanlegt að Suðurnesjamálið — að
sögn Ögmundar skólastjóra Sigurðssonar — er útbreitt um
alla Gullbringu- og Kjósarsýslu, en einkum i Kjós. Hefir
það sýnilega fyrst náð útbreiðslu um allt hið gamla um-
dæmi Reykjavíkur (eða Hólms) allt norður í Borgarfjörð,
og þaðan norður um Snæfellsnes o. s. frv., — hve langt,
veit ég ekki. Hinsvegar hefir það augsýnilega breiðst aust-
ur um fjall í vestur-sveitír Árnessýslu: Ölfusið, Flóa (Grafn-
ing?), Þingvallasveitina, einmitt þær sveitir, sem helzt
verzluðu vestanfjalls.
Aftur á móti sýnist meginið af hinu gamla Eyrarbakka-
umdæmi hafa varðveitt upphaflegan framburð á i og u,
því »hljóðvillan« kvað vera tiltölulega sjaldgæf um það
svæði (Neðri-Landeyjar, Meðalland?) fyrr en komið er
austur yfir Breiðamerkursand (sbr. bls. 48), en þar hefst
annað e — ö svæði, sem nær óslitið eins langt norður og
ég hefi farið eða lengra (Langanesstrandir), hver veit hvað
langt nú orðið. Af hverjum þrem mönnum, er ég athugaði
á Héraði (þeir voru alls 111) varðveitti aðeins einn hinn