Skírnir - 01.01.1932, Page 60
54
Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930. [Skírnir
gamla framburð og þessi þriðjungur allt eldra fólk. Svipað
var ástandið í Fjörðunum, nema i Loðmundarfirði, þar
heyri ég aðeins i — u. En þess ber að gæta hér, — eins
og annars um allar athuganir mínar sumarið 1930, — að
þær voru gerðar á fullorðnum mönnum svo að segja ein-
göngu, því að börn og unglingar eru venjulega ekki skraf-
ræðin við gesti.
Það sýnist liggia næst að ætla eftir þessu, að breyt-
ingin i > e, u > ö hafi komið upp á tveimur stöðum sam-
tímis: á Suðurnesjum og Austfjörðum (einhversstaðar),
hvernig sem á því stendur.
Nú geri ég ráð fyrir að einhverjir segi sem svo: breyt-
ingin i > e, u > ö er eflaust yngri en svo, að útbreiðsla
hennar geti verið bundin takmörkum gömlu kaupsviðanna.
En eins og áður er sagt vantar mig gögn til að sýna,
hve lengi kaupsviðin héldust eftir að verzlun var gefin
frjáls. Um Djúpavogs-kaupsvið veit ég þó með vissu, að
það hélzt fram á síðasta fjórðung 19. aldar að minnsta
kosti. Og mundi ekki Reykjavíkur-kaupsvið líafa haldizt
fram um miðja öldina, eða jafnvel lengur?
Og síðar en á 2. fjórðungi 19. aldar getur breytingin
tæplega hafa komið upp, svo skjóta útbreiðslu sem hún fékk.
Klemens Jónsson nefnir í Reykjavíkur-sögu sinni (I., bls. 167)
„maddömu Guöný Möller“, merkiskonu er »bar þess alltaf
fullar menjar bæði í fasi og tali að hún var Reykvíkingur
frá fyrri hluta aldarinnar«. Ætli nafnið beri ekki vott um
hennar eigið málfar? Um 1870 hlýtur breytingin að hafa
verið orðin all-almenn, því að á þeim áratug hefjast útflutn-
ingar til Ameriku fyrir alvöru, en breytingin i > e, u > ö
er mjög almenn meðal Vestur-íslendinga nú á dögum.