Skírnir - 01.01.1932, Page 62
56
Draugasaga.
[Skírnir
við, að hún hafi engu okkar úr minni liðið síðan. Sagan
var á þessa leið:
Ég er fæddur í afdal, sagði hann, og var einkabarn
foreldra minna, en þau tóku til fósturs lítinn dreng og
telpuhnokka, bæði á aldur við mig. Þau voru ekki systkin,
en okkur kom öllum ágætlega sarnan og við lékum okkur
alltaf saman, meðan við vorum lítil. Uppeldissystkin mín
urðu bæði lagleg og hraustleg, er þau tóku að þroskast.
Ekki sízt hún. Það var ánægjulegt að sjá hana við vinnu
og í leikjum. Há var hún og jarphærð, brún í andliti, augu
hennar glaðleg og hlæjandi og varir hennar virtust aðeins
vera skapaðar til að brosa. Endí kölluðum við hana. —
En svo var fóstbróðir minn. Ef hægt er að segja um nokk-
urn rnann, að hann sé ölvaður af æsku sinni, þá var það
hann, þessi fríði, svarthærði unglingur. Hann var vel vax-
inn og tápmikill og augun leiftruðu af fjöri. Ólafur hét
hann, en var alltaf kallaður Óli.
Ég hafði ávallt verið hrifinn af þessum fóstursystkin-
um mínum, dáðst að glaðlyndi þeirra, atgjörvi og hug-
rekki, en þó um fram allt að fríðleik þeirra. Sjálfur var ég
allra manna óásjálegastur, langur og beinaber, grár og
gugginn. Jafnvel hárið var litarlaust. Svo var ég myrkfæl-
inn og þunglyndur og þorði varla að líta upp á nokkurn
mann. Ekki bar ég fremur af þeim að sálargáfum. Ég var
tornæmur og yfirleitt afarseinn að átta mig á hlutunum.
Ég var sá allra lítilfjörlegasti maður, sem til var í þessari
veröld. En ég elskaði Endí. Elskaði hana eins heítt og
annar eins vanskapningur á sál og líkama elskar hið fagra
og fullkomna! Ég elskaði hana af öllu hjarta og allri sál.
Ást mín var draumur sjúks nianns og ljósfælins um sól-
skin og yndi, draumur minn um lifið, sem aldrei að eilífu
gat rætzt. Ég þráði gleði og hreysti, öryggi og festu hins
sterka i öllum atvikum lífsins, en þetta var tómur hugar-
burður. Mér var ekki gefið hið gunnreifa hugrekki, sem
vinnur bug á öllum árum og púkum efans og kviðans,
sem í mannssálinni felast.
En þetta líktist allt skáldsögu. Ólafur elskaði Endí líka.