Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 65
Skírnir]
Draugasaga.
59
Haustið var hryllilegt. Ólaíur var eins og annar mað-
ur. Faðir minn tók meira að segja eftir þvi, svo gamall og
hrumur sem hann var orðinn. Móðir mín var dáin fyrir
nokkrum árum. Ólafur var eins og illur andi á heimilinu.
Ég minnist hláturs hans. Hann var tekinn upp á því að
hlæja stöðugt, hvort sem það átti við eða ekki. Á nótt-
unni reið hann út um alla sveit. Vegirnir voru léleg-
ir, en hann setti það ekki fyrir sig. Hann reið yfir mýrar
og móa, urðir og fen og hverskyns ófærur, sem fyrir urðu.
Stundum sat hesturinn beinbrotinn eftir í einhverri urðinni.
Ólafur lét hann þá eiga sig, án þess svo mikið sem að
láta þess getið við nokkurn mann.
Við fólk á öðrum bæjum var hann að mestu leyti
samur og áður. Það varð ekki vart við neina breytingu á
honum. Svo bar það, að minnsta kosti, við yfirheyrslurnar.
Við okkur var hann ekki hinn sami. Hann talaði ekki margt,
horfði aðeins á okkur og hló, án þess nokkur ástæða væri
til. Stöku sinnum hafði hann í heitingum við okkur. Endí
var orðin dauðhrædd við hann, og þá gefur að skilja, að
hún flúði á náðir mínar. Hún hélt, að hann væri orðinn
brjálaður. Ég lét hana halda, að svo væri og taldi jafnvel
líkur til þess. Því að eftir því sem hann lét ver, vorum
við innilegar samantengd, — að minnsta kosti i hans aug-
um. Og svo vildi ég einmitt, að það væri. Með því móti
hafði ég tangarhald á honum. Mér var allt af full-ljóst, að
Endí gæti aldrei elskað mig, einmitt þess vegna leitaði
hún svo örugg skjóls hjá mér. Ég vissi það, en hann vissi
það ekki. Þetta var mér huggun gegn háðsorðum hans og
höggum, hann lagði nefnilega oft hendur á mig og ég
hafði ekki hálfa krafta á við hann.
Svo leið fram á vetur. Vatnið í dalnum lagði. En eitt
sinn, löngu áður en isinn á því væri traustur, sagði Ólafur
við okkur, er við sátum að kvöidmat, að hann ætlaði ríð-
andi yfir til Reykja, sem var næsti bær. Faðir minn reyndi
að fá hann ofan af þessari firru, en hann bara hló. Hlátur
hans situr enn í eyrum mér, hann var allt annað en geð-
feldur. Ólafur bað mig að koma með, en ég virti hann ekki