Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 66
60
Ðraugasaga.
|Skírnir
einu sinni svars. »Nei, þú þorir ekki, skræfan,« sagði hann
í ertingarróm, en ég svaraði honum ekki að heldur. Endí
sat hjá og horfði á okkur, en hún mælti ekki orð frá vör-
um. Hún reyndi ekki að telja Ólafi hughvarf. Ég held þór
að við höfum öll vitað, hvað í vændum var og hann ekki
sízt. Það var skelfileg stund. Ég skildi, að hann var ekki
með öllum mjalla, — geggjaður —, og nú ætlaði hann að
ganga út í opinn dauðann. En ég vildi ekkert gera til þess
að hindra það, góðir hálsar. Mér var þegar tekinn að auk-
ast kjarkur. Mér var það í rauninni ekki ónotaleg tilhugs-
un, að nú ætti Ólafur að deyja. En aðalatriðið var, að það
vakti mér engan kvíða, og ég dirfðist jafnvel að fagna þvL
Svo, — svo mætti ég augnaráði Endí.
Konan, góðir hálsar, er það dularfyllsta, sem drottinn
hefir skapað! Ef til vill hefir Ólafur ekki ætlað að drepa
sig, ef til vill aðeins ætlað að skjóta okkur skelk í bringu?'
En það var afráðið á þessari stundu, og það var Endí,
sem afréð það! Dauðadómurinn stóð skráður í augum henn-
ar, sem var svo fögur og góð. Hún duldi það ekki, að hún-
óskaði þess út af lífinu, að hann kæmi sér ekki framar
fyrir sjónir! Liggja ekki dularfullir þræðir frá sálu til sálar?
Ég vissi á þessu augabragði, að Endí var mín. Ég vissi
það, og það olli mér nokkurs kvíða og óstyrks. Endi elsk-
aði mig.
Ólafur sá það, og við vissum bæði, að hann sá það..
Og nú var það hún, sem valdið hafði, hún réð öllu á þess-
ari hörmungarstund. Hún sat þarna hjá okkur náföl, svo að
varla sást blóðlitur á vörum hennar, en samt brosti hún..
Brosandi sendi hún hann út í dauðann. Nú sá ég fyrst„
hversu miskunnarlaus ástin er.
Hann nam staðar fyrir framan mig um leið og hann
gekk út. Hann brosti einnig: »Við sjáum hvað setur«, sagði
hann og fór. Góðir hálsar, hafið þið nokkurntima séð brjál-
aðan mann stilla sigV Það — það er ægilegt.
Á miðju vatninu brast ísinn. Við stóðum heima á.
hlaði og horfðum á. Ólafur sökk þegar í stað, en hestur-
inn synti æðistund í vökinni. Það var slætt eftir líkínu,