Skírnir - 01.01.1932, Page 68
62
Draugasaga.
[Skírnir
varð stirður eins og drumbur. Endi var hætt að hljóða. Ég
sá hann lúta yfir hana og sveifla henni upp í hnakkinn
fyrir framan sig. Snöggvast leit hann á mig, andlit hans
var svart eins og myrkur, en samt greindi ég í því hvern
drált. Síðan sneri hann hestinum og hleypti í áttina til Reykja.
Það sem eftir er sögu minnar getið þið lesið í dóms-
skjölunum. Ég fannst daginn eftir i kirkjugarðinum á Reykj-
um. Fólk hélt, að ég væri brjálaður, þegar ég sagði frá
því, sem gerzt hafði kvöldið áður. Það var leitað að Endí
dag eftir dag. Enginn trúði mér, — ég vissi þó, hvar hana
var að finna. Á Reykjum sat ég í varðhaldi. Fólk á bæjum
utar í dalnum hafði einnig heyrt ópin og það hélt, að ég
hefði myrt hana. Sex daga og sex nætur eirði ég í hald-
inu, en þá brauzt ég ut og gróf hana upp. Hún lá á kistu
Ólafs, eins og ég vissi. Menn fullyrtu eftir þetta, að ég
hefði drepið hana og grafið hana þarna. Myrt Endí, góðir
hálsar. Ég var fluttur til Reykjavíkur. Þar var málið rann-
sakað. Ég var látinn segja alla söguna. Síðan var ég sett-
ur á geðveikrahæli. Þar dvaldi ég 15 ár.
Ef til vill hafið þið einhvern tíma elskað? Ein-
hverja máske, sem þið vonið að hitta hinum megin grafar?
Gerir sú tilhugsun ekki allt auðveldara og dauðan létt-
bærari? Því að ástin er sterk og nær út yfir hið jarðneska
líf. En hatrið er einnig öflugt. Menn geta þráð svo að hitta
óvin sinn, að létt verði að láta lífið fyrir það. Eins og hin
mikla og hreina ást getur göfgað manninn og eytt ótta og
illum hugrenningum, eins getur hið mikla og hreina hatur
upprætt allt veilt og vesallegt úr mannssálinni.
Ég vil hitta hann hinu megin grafar. Ég er hættur að
hugsa um Endi, sem ég elskaði, vegna hans.
Ég vildi, góðir hálsar, vera með Ólafi fóstbróður mín-
um, þar sem hann gæti ekki hlaupizt frá mér og ekkert
myrkur getur hulið hann. í stuttu máli sagt, þar sem við
gætum verið saman um alla eilífð.
Maðurinn, sem sat í horninu, þagnaði. Við störðum á
hann. Við gátum með naumindum séð drættina í andliti
hans. Það var ró og stilling í svipnum. En það fór hroll-
ur um mig, er ég leit í augu honum, þessi gáfulegu starandi
augu, sem horfðu með eftirvæntingu inn í sitt eigið helvíti.