Skírnir - 01.01.1932, Side 70
64 Um skordýrin og breytingar þeirra. [Skirnir
og veikindi, af því að ýmsir banvænir einsellungar hafa
tekið sér far með þeim til þess að ná fundi mannsins. í
hópi þeirra eru lýs, flær, veggjalýs og þess háttar kvikindi, sem
alltaf hafa verið mannkyninu til böls og vanþrifa, að minnsta
kosti þangað til menningin sagði þeim stríð á hendur.
Skordýrin standa í nánu sambandi við manninn og
áhugamál hans, og sé lifnaðarháttum þeirra gaumur gef-
inn, verður maður sjónarvottur að mörgum stórmerkileg-
um fyrirbrigðum. Hver skyldi halda, að tólffótungurinn, sem
skríður i votu grasinu á jörðinni, miklu líkari ormi en skor-
dýri, eigi eftir að verða að glæsilegu fiðrildi, sem svifur
hljótt á milli blómanna til þess að seðja sig á allsnægtum
þeirra. Eða lirfan í forarpollinum. Hver skyldi ætla, að hún
og mýflugan væri eitt og sama dýr, aðeins á mismunandi
þróunarstigi ? Hvernig vill það yfirleitt til, að lirfa, sem
líkist ormi, verður að vængjuðu skordýri, eða með öðrum
orðum, í hverju er breyting skordýronna fólgin? Því kem-
ur ekki skordýr úr eggi skordýrsins, vegna hvers er lirfu-
stigið nauðsynlegt? Mannsandinn hefir á öllum tímum leit-
að sannleikans í þessu máli, eins og nú skal bent á.
Greinarkornið, sem hér fer á eftir, á að vera svar við
spurningunum.
Frá elztu tímum fram á 17. öld var það skoðun manna,
að ýms minni háttar dýr, þar á meðai skordýr, yrðu til af
sjálfu sér, að alls staðar, þar sem óþrif og rotnun væru
fyrir hendi, færi sjálfmyndun (generatio spontana) fram.
Margir fræðimenn héldu þessu meira að segja fram, enda
þótt þeim væri ýmislegt kunnugt, sem mótmælti þvi, að
skoðunin hefði almennt gildi.
Aristóteles, einn af mestu spekingum og vísindamönn-
um fornaldarinnar, hefir með réttu verið nefndur faðir dýra-
fræðinnar. Hann var höfundur margra frægra bóka, hann
safnaði því í heild, sem menn vissu um náttúrufræði, en
bætti ýmsu nýju við, sem hann hafði sjálfur tekið eftir.
Hann var líka sá fyrsti, sem gaf myndbreytingum skordýr-
anna nokkurn verulegan gaum, enda lýsti hann á mjög