Skírnir - 01.01.1932, Page 71
Skirnir]
Um skordýrin og breylingar þeirra.
65
nákvæman og skemmtilegan hátt þróun fiðrildanna. Hann
gerir grein fyrir, hvernig fiðrildið verður til úr tólffótung.
Hann hefir séð, hvernig egg fiðrildisins þróast og verður
nð ofurlitlum tólffótung, hvernig tólffótungurinn verður
stærri og stærri, en hættir loks að hreyfast og breytir lög-
un: verður að púpu. Hann sá greinilega muninn á lirfu og
púpu, lirfan er hreyfanleg, hún borðar og vex, púpan er
hulin hjúpi, *) sem helzt líkist reifum köngulónna, hún tek-
ur enga næringu til sín og vex ekki. Loks sá Aristóteles,
hvernig púpuskurnið rifnaði og fiðrildið kom út. »Og svona
er því farið,« segir hann, »með öll dýr, sem verða til af
ormum« (iirfum).
Þó að Aristóteles vissi svona vel skil á þróun fiðrild-
anna, hafði hann þó margar æði hjákátlegar skoðanir á
uppruna skordýranna. Hann álítur þannig að mörg fiðrildi
myndist af blöðum trjánna, bjöllurnar myndist úr þurrum
saur, lýsnar úr kjöti dýranna, en ýms önnur skordýr verði
til úr daggardropum. Á þennan hátt myndist lirfurnar, en
svo breytist þær, eins' og fiðrildin, og verði að fullorðnum
skordýrum.
Aristóteles var mesti náttúrufræðingur fornaldarinnar.
Þegar hann var horfinn úr sögunni, var litlu bætt við það
sem hann hafði kennt, og svo kom miðöldin og lifði á fróð-
leiksmolum af borði hans. Engu var bætt við, en margt
gleymdist. Á miðöldunum voru fiðrildin oft talin til fugl-
anna og menn þóttust kunna aðferðir til þess að búa þau
og önnur skordýr til. Silkifiðrildi var t. d. hægt að skapa
með því að láta kálf lifa af mórberjablöðum í tuttugu daga,
slátra honum síðan og láta hræið rotna. Eftir nokkra daga
úði og grúði af silkiormum (lirfum silkifiðrildisins). Þá var
ekki mikill vandi að búa til nokkrar bíflugur, því að þær
mynduðust í úldnum hræjum, flestar úr kjötinu, en kóng-
urinn (drottningin) úr göfugasta líkamshlutanum: heilanum.
Þegar kemur fram á 17. öldiná, fer að birta yfir skor-
dýrafræðinni. Um miðja öldina sannaði ítalski læknirinn
1) M. a. hjá sumum fiðrildum.
5