Skírnir - 01.01.1932, Síða 72
66
Um skordýrin og breytingar þeirra.
ISkirnir
Francesco Redi, að skordýrin yrðu ekki til af sjálfu sérf
heldur yrpu eggjum eins og öll önnur dýr. Þetta tókst
honum að rökstyðja með tilraun, sem hann gerði. Hann
tók tvo bita af kjöti og lét annan í opið glas, en hinn í
lokað. Nú komu flugurnar og urpu eggjum sínum á bitann
i opna glasinu, að hinum bitanum komust þær ekki. Af-
leiðingin varð sú, að í opna glasinu komu fram lirfur, en;
í hinu engar: engin sjálfmyndun átti sér stað.
Nokkrum árum seinna, árin 1662 og 1667, komu út
tvær bækur eftir hinn hollenzka málara Goedart. í bókun-
um var fjöldinn allur af myndum, þar sem höfundurinn
sýnir fram á, hvernig dýr, sem eru mjög ólík sín á milli
(lirfa og fullorðið skordýr), eru í rauninni ekkert annað
en sama tekundin í mismunandi gervi.
Á tímum Goedarts var uppi annar Hollendingur, sem
hét Jan Swammerdam. Hann var sá, er skapaði skordýra-
rannsóknunum alveg nýjan farveg og lagði grundvöllinn
undir framtíðarstarf visindamannanna á þessu sviði. Rit
hans um skordýrin munu halda nafni hans á lofti um allar
aldir, ekki sízt »Biblía nátturunnar«, eins og hann nefndf
aðalritið. Áður en Swammerdam kom til sögunnar héldu
menn, að myndbreyting skordýranna færi fram í stökkum,
án nokkurra milliliða. Tólffótungurinn átti skyndilega að
breytast í púpu, en púpan í fiðrildi. Vitanlega var það-
skoðað sem eitt af dularfyllstu kraftaverkum náttúrunnar,
að slík breyting, sem í einu vetfangi breytti »ormi« í
fiðrildi, skyldi eiga sér stað. Það, að létt og lifandi fiðrildi
kom skyndilega eins og engill út úr »dauðri« púpunni,.
var fært upprisu holdsins til sönnunar, því að þannig átti sál-
in að flýja líkamann og stiga upp til hæða eftir dauðann.
Swammerdanr sannaði nú, að engin skyndileg bregting
á sér stað, hvorki þegar lirfan breytist í púpu né þegar
púpan breytist í skordýr. Púpan er aðeins skurn utan um
likama fiðrildisins, sem smám saman myndast úr líkama
lirfunnar. Með því að opna fjölda margar púpur sýndi
Swammerdam fram á, hvernig breytingin gerist smátt og
smátt, þangað til dýrið hefir fengið sína endanlegn lögun og