Skírnir - 01.01.1932, Page 73
SkírnirJ Um skordýrin og breylingar þeirra. 67
brýzt út um skurnið. Annað stórmerkilegt atriði benti
Swammerdamm á, nefnilega að skordýrin breytast ekki öll
á sama hátt, sum taka nærri engri breytingu, en önnur
breytast gersamlega. Á þennan hátt lagði hann grundvöll-
inn undir skiftingu skordýranna eftir myndbreytingu, en
þar með gaf hann vísindunum lykilinn að skyldleikakerfi
skordýranna.
Síðan á dögum Swammerdams hafa menn lagt mikla
stund á að kynna sér breytingar skordýranna. Mjög marg-
ar tegundir hafa verið rannsakaðar í þessu tilliti, steini
hefir verið bætt á stein ofan, svo að nú má segja, að þekk-
ing manna á þessu atriði sé allgóð. Þróun skordýrsins úr
eggi í lirfu, úr lirfu í púpu og úr púpu í fullkomið skor-
dýr, er svo stórmerkilegt náttúrufyrirbrigði, að hvert barn,
sem gengur í skóla, hefir nasasjón af því, en þó ekki sem
skyldi. Það er nú ekki nema um öld siðan lögreglan í
Chile tók mann fastan vegna galdra, en galdrarnir voru í
því fólgnir, að tólffótungur, sem hann hafði í fórum sín-
um, breyttist í fiðrildi, án þess að manngreyið ætti nokkra
sök á því. Slik fávizka þrifst vonandi ekki á okkar menn-
ingaröld, en þó mun ekki nokkrum orðum ofaukið um
breytingar skordýranna, þennan stórmerkilega þátt í bú-
skap náttúrunnar.
2. Um skordýraflokkinn og einkenni hans.
Einn flokkur dýranna heitir liðdýr, og til hans teljast
skordýrin. Það sem einkennir liðdýrin er það tvennt, að
líkami þeirra greinist í liði, hann er liðskiftur, svo sem
komizt er að orði, og á líkamanum eru útlimir, sem einnig
eru liðskiftir.
Það er talið, að fjöldi dijrategundanna á jörðunni sé
um hálfa milljón, og af öllum þessum fjölda nema skordýrin
um 350.000 tegunda eða um 70 °/0 af öllum dýrategund-
um, sem á jörðunni búa og eru þekktar. Aldrei nafa skor-
dýrin verið voldugri en þau eru á vorum tímum, enginn
annar dýraflokkur gripur dýpra inn í athafnir mannsins
5*