Skírnir - 01.01.1932, Page 74
68 Um skordýrin og breytingar þeirra. [Skírnir
en einmitt þau. Þau hafa skapað miklar iðnaðargreinar,
þau hafa hindrað sigurvinninga menningarinnar víða á
hnettinum, þau hafa márkað lestavegina gegnum öræfi
heitu Iandanna, eins og drepandi svipa hafa þau hrakið
hvert mannsbarn burt úr blómlegum löndum og hindrað
landnám víða um heim. En þau hafa einnig skreytt jörð-
ina litfögrum blómum, eins og áður hefir verið drepið á,
ilmur blómanna og hin fjölskrúðuga lögun þeirra og litur
er einungis þeim að þakka.
Ríki skordýranua á jörðunni er ævagamalt; þegar á
steinkolatímabili heimsins, í forneskju jarðar, flugu risavax-
in skordýr um í hinum víðáttumiklu og þögulu frumskóg-
um. En þá var samvinna skordýranna og plantnanna ekki
byrjuð, því að ævisaga fiðrilda, æðvængja og tvivængja,
var þá ekki hafin. Það er fyrst þegar þau koma til sög-
unnar, að náttúran verður undursamlega fögur.
Líkami skordýranna greinist í þrjá aðalhluta, höfuðið,
frambolinn og afturbolinn.
Á höfðinu eru tveir langir fálmarar. í þeim er mikið
af skynjunarsellum, oft í sambandi við löng hár: fálmar-
arnir eru tilfinningatæki. Auk fálmaranna eru þrennir út-
limir á höfðinu, nefnilega bitkrókarnir og kjálkarnir, fremri
og aftari. Þessir þrennir útlimir nefnast einu nafni munn-
limir. Upprunalega voru munnlimirnir bitlimir, hlutverk
þeirra var að bíta fæðuna sundur, skera hana eða mylja.
Enn í dag eru til fjöldamörg skordýr með þess konar
munnlimi, t. d. kakalakinn og járnsmiðurinn. En svo tóku
plönturnar upp á því að nota skordýrin, sem víða komu
við á ferð sinni gegn um loftið, til þess að flytja frjóduft
karlplöntunnar yfir á fræni kvenplöntunnar, þau fóru að
framleiða hunang, ilmandi efni, og gera ráðstafanir til þess
að skordýrin veittu sér athygli. Nokkrir skordýraflokkar
tóku á móti tilboði plantnanna, t. d. fiðrildin, en til þess
að geta náð í hunangið og frjóduftið, sem oft var falið
dýpst á botni blómsins eða í sporum, svo að það lægi ekki
laust fyrir óboðnum gestum, urðu skordýrin að breyta munn-
limunum og búa til úr þeim sogpípu. Þau fengu sogmunn