Skírnir - 01.01.1932, Síða 75
Skímir] Um skordýrin og breytingar þeirra. 69
í staðinn fyrir bitmunninn. En nú voru munnlimir skordýr-
anna ekki eingöngu helgaðir því hlutverki að afla dýrinu
bjargar, þeir voru einnig nauðsynlegir til þess að hagræða
egginu eða gegna ýmsum störfum, sem að æxluninni lutu.
Vegna þessa hafa mörg skordýr, sem annars hafa sog-
munn, haldið bitkrókunum óbreyttum til annara starfa.
Mörg skordýr hafa tamið sér að sjúga blóð úr öðrum
dýrum, t. d. flóin, og hafa myndað sogmunn til þess að
framkvæma það.
Á höfði skordýranna eru tvenns konar augu, depilaugu
og netaugu. Upprunalega hafa öll skordýr eingöngu haft
depilaugu, bæði til hliðanna og á miðju höfði. Þessi depil-
augu eru mjög lítil og líkjast agnar-smáum, gljáandi depl-
um. Flest skordýr, sem nú lifa, hafa netaugu, eitt á hvorri
hlið höfuðsins, en oft hafa þau auk þess eitt eða stundum
þrjú depilaugu á miðju höfði. Þau hafa með öðrum orðum
augu í enninu, eins og sumir risarnir til forna. Netaugun
eru að því leyti frábrugðin augum hryggdýranna, að þau
eru samsett úr fjöldamörgum smáaugum, eins og sjá má
á flugunum okkar. Mörg skordýr eru alveg blind, en þau
hafa þá misst sjónina og augun vegna þess að þau hafa
valið sér sérstaka lifnaðarhætti, sem ekki gera kröfu til
þeirra.
Frambolurinn skiftist í þrjá liði, framlið, miðlið og
afturlið. Á hverjum lið eru tveir fætur, svo að fæturnir
verða sex alls, en af því hafa skordýrin stundum verið
nefnd sexfætlur (Hexapoda). Fæturnir eru mjög mismun-
andi að gerð eftir starfi því, sem þeim er falið. Stundum
eru þeir ætlaðir til gangs eða hlaupa (járnsmiðurinn), stund-
um til sunds (brunnklukkan), stundum til stökks (engisprett-
ur), stundum til þess að grafa með o. s. frv. Sumar lirfur
eru fótalausar (maðkar). Elztu skordýr jarðarinnar, sem
gátu flogið, hafa líklega haft þrenna vængi, tvo á hverjum
lið frambolsins. Skordýr þau, sem nú lifa, hafa vanalega
tvenna, tvo á miðliðnum og tvo á afturliðnum, framvængi
og afturvængi, en aldrei þrenna. Stundum er munur á
vængjunum, framvængirnir eru afturvængjunum til hlifðau