Skírnir - 01.01.1932, Page 77
Skirnir]
Um skordýrin og breytingar þeirra.
71
öðruvísi en hinir, þeir eru ummyndaðir á ýmsan hátt í
þjónustu æxlunarinnar og fósturhjúkrunarinnar.
Sjálfum meltingarfærunum má skipta í þrennt, forgirn-
ið, miðgirnið og endagirnið. í forgirnið opnast munnvatns-
kirtlarnir. Hjá ýmsum lirfum hafa þeir tekið að sér sérstakt
starf, þeir framleiða þræði, sem dýrið notar í vefi sér til
hlífðar eða á annan hátt. Á þeim
sogmunn, er fremsti hluti forgirnisins
oft orðinn að eins konar dælu til
þess að sjúga blóðið eða hunangið.
Einn hluti forgirnisins er fóarnið. Að
innan er það alþakið eins konar horn-
myndun, sem nefnist kítín, og er hlut-
verk þess að mylja fæðuna. Skordýr,
sem hafa með sér félagsskap og afla
búinu bjargar, safna fæðunni í dálit-
inn poka, sarpinn, sem er hluti af
forgirninu. Þegar heim kemur, æla
þau fæðunni upp, svo að hún komi
almenningi að gagni.
Taugakerfi skordýranna er mjög
einfalt. Ofantil í höfðinu er dálítið
taugahnoð, heilinn, en frá honum
liggja tveir strengir sinn hvorum meg-
in við vélindið og sameinast undir
því í annað taugahnoð, kokhnoðið.
Frá kokhnoðinu liggja svo tveir streng-
ir aftur eftir öllu dýrinu neðanverðu,
og myndar hvor um sig eitt hnoð í
hverjum lið, bæði í frambol og afturbol. Oft eru bæði hnoð-
in (hægra og vinstra) í hverjum lið vaxin saman eða þá
að minnsta kosti tengd saman með streng. Frá hnoðunum
ganga taugar út um allan líkamann.
Öndunarfæri skordýranna er kerfi af pipum, fylltum
lofti: loftæðakerfið. Vanalega liggja nokkrir stofnar eftir
endilöngu dýrinu og sameinast sín á milli með hringstofn-
am. Þaðan ganga svo greinar út um allan líkamann, utan
skordýrum, sem hafa
2. mynd.
Loftæðakerfi skordýr-
anna (a eru andop).
(B. Sæm.: Dýrafræði.)