Skírnir - 01.01.1932, Side 78
72 Um skordýrin og breytingar þeirra. [Skirnir
um hvert liffæri og út í húðina. Frá löngu stofnunum liggja
stuttar greinar út um húðina og opnast á yfirborði hennar
með loftopunum. Loftopin eru í mesta lagi tiu á hvorri
hlið, eitt á miðlið og eitt á afturlið frambolsins og svo á
átta fremstu afturbolsliðunum, eitt á hverjum lið. Utan um
loftæðarnar er kítínhimna og á hana festast vöðvar, svo
dýrið getur þanið »æðarnar« út eða látið þær dragast sam-
an eftir vild. Á mörgum skordýrum, sem lifa í vatni (t. d.
brunnklukkunni) eru hárkransar, sem loka loftopunum, svo
að vatn komizt ekki inn. Á öðrum vatnaskordýrum hafa
myndast tálkn, sem vinna súrefni úr vatninu.
Skordýrin eru einkynja. Kynkirtlarnir og æxlunarfærin
eru æði fjölbreytt að útliti og yrði of langt mál að rekja
það hér. Flest skordýr verpa eggjum, en mörg fæða lif-
andi unga. Mörg skordýr geta eignast afkvæmi án þess að'
makast karldýri: jómfrúfæðing.
Eftir skyldleika má skifta skordýrunum í 9 ættbálka.
Það, sem einkum er lagt til grundvallar við skiftinguna, er
lögun munnlimanna og svo eðli og umfang þeirrar breyt-
ingar, sem dýrin taka á meðan á þróuninni stendur. Áður
var það venja að gera greinarmun á tvenns konar breyt-
ingu, ófullkominni og fullkominni, eins og það var nefní.
Aðalmunurinn var sá, að fullkomnu breytingunni fylgdi
púpustig, en hann ófullkomnu ekki. Þessa.skiflingu má vel
nota í kennslubókum, þar sem aðalatriðið er að gefa yfir-
lit yfir það helzta í fáum dráttum, en annars er hún nú
orðin úrelt. Nú er skordýrunum vanalega skift í fjóra flokka,.
eftir þeim breytingum, sem þau taka. í fyrsta flokknum eru
frumlegustu skordýrin, sem enga vængi hafa. Lirfurnar lifa
vanalega við sömu kjör og foreldrarnir og hafa því flest
hin sömu líffæri og þeir, munurinn er einkum fólginn í því,
að lirfan er minni en fullorðna skordýrið og ókynþroska..
Breytingin er því aðallega fólgin í því, að dýrið vex og
verður kynþroska, slíka breytingu má nefna suipbreytingu.
í öðrum flokknum eru skordýr, þar sem munurinn á lirf-
unni og fullorðna skordýrinu er hinn sami sem í fyrsta
flokki, að því viðbættu, að fullorðnu skordýrin hafa vængi,