Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 79
Skírnir]
Um skordýrin og breytingar þeirra.
73
en lirfurnar ekki. Lirfan hefir engin líffæri, sem foreldrana
vantar, en hana vantar líffæri, sem foreldrarnir hafa, t. d.
vængina. Þessi skordýr taka svipskiftingu. í þriðja flokki
er munurinn á lirfunni og foreldrunum enn þá meiri, því
að lirfan hefir vanalega tileinkað sér sérstaka lifnaðarhætti,
frábrugðna þeim, sem foreldrarnir hafa, og þess vegna
fengið ýms líffæri, sem foreldrana vantar. Breytingin, sem
lirfan verður að taka til þess að öðlast fullorðinsmyndina,
er því allmikil. Um þessi skordýr má segja, að þau taki
myndbreytingu. Loks er fjórði flokkurinn, en þar er mun-
urinn svo mikill, að lirfan getur ekki breytzt í fullorðið
skordýr, nema með því að taka á sig hvílugerfi, hið svo-
nefnda púpustig. Lirfan breytist því í púpu, en púpan í
fullorðið skordýr, eða tegundin tekur myndskiftingu. Eftir
þessum mun á breytingunni, og svo munnlimunum, má
skipa skordýrunum í þessa ættbálka:
I. Svipbreyting (Ametaboli) 1. Frumskordýr (vængvönur, ap- terygota), t. d. vatnsblámur Bitmunnur
II. Svipskifting ') (Paurometaboli) 2. Beinvængjur (orthoptera), t. d. engisprettur og kakalakar 3. Skortitur (rhynchota), t. d. blaðlýs Bitmunnur Sogmunnur
IV. Myndskifting (Holometaboli) 4. Netvængjur (neuroptera), t. d. vorflugur 5. Bjöllur (coleoptera), t. d. járn- smiður 6. Æðvængjur (hymenoptera), t. d. bíflugur 7. Fiðrildi (lepidoptera) 8. Tvívængjur (diptera), t. d. flug- ur og mýflugur 9. Flær (aphaniptera) Bitmunnur Sogmunnur
Þessi skifting er að vísu dálitið úrelt, en hún veitir
gott yfirlit og þess vegna er henni haldið hér.
1) Nokkur skordýr af 2. og 3. ættbálki taka myndbreytingu
(Hemimetaboli).