Skírnir - 01.01.1932, Page 80
74
Um skordýrin og breytingar þeirra.
[Skírnir
3. Breytingar skordýranna.
Eins og að framan má sjá, er breyting skordýranna
með fernu móti. Skulu þvi valin fjögur dæmi til þess að
kynna oss nánar í hverju munurinn er fólginn.
a. Svipbreyting. Hér er munurinn á lirfu og full-
orðnu skoidýri svo að segja einungis fólginn í þvi, að lirf-
an er ekki kynþroska. Þess vegna er eiginlega engin ástæða
til þess að nefna unga dýrið lirfu, við gætum þá alveg eins
nefnt börnin mannslirfur. Öll breytingin er í því fólgin, að
dýrið vex og ýms stærðarhlutföll líffæra þess geta breytzt.
Þó eru undantekningar frá þessari reglu. Svipbreytingu taka
einungis nokkur mjög frumleg, vængjalaus skordýr (væng-
vönur), eins og t. d. vatnsbláman, og sum skordýr, sem
misst hafa vængina vegna nýrra lifnaðarhátta, eins og t. d.
lúsin. Þess verður að geta, að vöxtur skordýranna (eins og
reyndar margra lægri dýra) er með nokkuð öðru móti en
vöxtur hryggdýranna. Munurinn er sá, að hryggdýrin vaxa
jafnt og þétt, þótt nokkur munur sé á hraða vaxtarins eftir
þeim kjörum, sem dýrið á við að búa, en vöxtur skordýr-
anna er í stökkum. Þetta kemur af því, að utan um húð
skordýranna er vanalega allþykk og hörð kitínhimna, sem
varnar því að rúmfang dýrsins aukizt, nema þegar himnan
rifnar og fellur af, en önnur myndast í staðinn. Á meðan
nýja kítínhimnan er að myndast og ekki er orðin hörð,
vex dýrið að mun, en svo stendur vöxturinn í stað þang-
að til dýrið skiftir ham.
b. Svipskipting. Sem dæmi upp á skordýr með svip-
skiftingu má nefna engisprettur, sem mörgum munu kunn-
ar að útliti, þótt þær séu ekki til hér á landi. Fullorðna
dýrið hefir fjóra stóra vængi, langa fálmara gerða úr mörg-
um liðum. Afturfæturnir eru mjög sterkir og hæfir til stökks.
Eins og flest önnur skordýr verpir engisprettan dálitlum
eggjum, úr egginu kemur unginn, sem í öllu verulegu lík-
ist foreldrunum, nema að því leyti, að hann er ókynþroska,
böfuðið er hlutfallslega stærra, fálmararnir eru frekar stuttir
og með færri liðum en seinna verður, afturfæturnir nokkuð