Skírnir - 01.01.1932, Side 82
76 Um skordýrin og breytingar þeirra. [Skírnir
spannarstóru skordýr, létt og glæsilega á hinum giertæru
vængjum, enginn kann flugiistina betur en þau. Glermeyj-
arnar taka myndbreytingu. Þegar ástarguðinn hefir stefnt
karli og konu saman í loftinu, stiga hjónin einkennilega
og fagra dansa, meðan þau fljúga fram og aftur, upp og
niður í eins konar »faðmlögum«. Kvendýrið verpir eggj-
um sínum í blöð og stöngla vatnaplantna. Út úr egginu
kemur lirfan, hún líkist þegar foreldrunum nokkuð. Þó eru
augun minni, fálmararnir styttri, afturbolurinn sterkari en
hjá fullorðna dýrinu, og höfuðið er vaxið alveg fast við
frambolinn, en ekki tengt honum með hálsi. Vegna þess
að lifran lifir í vatni, notar hún ekki loftpípukerfið sem
öndunarfæri, hún andar með tálknum, en tálknin eru þrjú,
þunn blaðlaga líffæri á afturenda iíkamans. Afturkjálkarnir
eru einnig með öðru móti en hjá foreldrunum, þeir eru
orðnir að breiðri og langri vör, og á enda vararinnar eru
tengur með beittum klóm, svo að vörin er ágætt griptæki.
Glermeyjarlirfan er rándýr, hún liggur i leyni fyrir bráð
sinni, og ber þá ekkert á vörinni, sem er hulin undir
höfðinu. Þegar bráðin kemur í færi, skýtur lirfan vörinni
fram og Iæsir klærnar í bráðina og dregur hana til sín.
Eftir því sem lirfan stækkar, breytist hún nokkuð. Brátt
fer að bera á vængjunum, augun smástækka og fálmar-
arnir lengjast við hvert hamskifti. Loks er lirfan fullþroska
og skríður nú upp úr vatninu. Hún skiptir um ham í sið-
asta sinn, og hin eiginlega glermeyja sér nú heiminn í
fyrsta skipti.
Glermeyjariirfan er frábrugðin foreldrunum í mörgu.
í fyrsta lagi er hún að mörgu leyti minni og ófullkomn-
ari og ókynþroska. í öðru lagi vantar hana eiginlega
vængi, þótt dálítið fari að bóla á þeim eftir því sem lirfan
vex. í þessu á hún sammerkt með lirfum þeirra skordýra,
sem svipskiftingu taka. En í þriðja lagi hefir glermeyjar-
lirfan tvö líffæri, sem foreldrana vantar, nefnilega vörina
og tálknin. Breytingin, sem hún verður að taka til þess
að öðlast lögun foreidranna, er því meiri en breyting