Skírnir - 01.01.1932, Side 83
Skírnir] Um skordýrin og breytingar þeirra. 77
þeirra skordýra, sem svipskiftingu taka. Glermeyjarnar taka
myndbreytingu.
d. Myndskipting. Mikið er það starf, sem náttúran
vinnur í hvert skipti, er hún myndar nýjan einstakling. Og
það alveg eins, hvaða tegundar þessi einstaklingur er,
hvort heldur hann er úr jurta- eða dýraríkinu, af háu eða
lágu bergi brotinn. Efnið, sem meistarinn fær í hönd, er
ein einasta sella, hin frjóvgaða eggsella, og úr henni gerir
hann miljónir af sellum, sem á ýmsan hátt skifta með sér
verkum og mynda að lokum samræna heild, en þessi heild
er líkami dýrsins. Og enn þá meira afreksverk er þróun
einstaklingsins frá eggi til fullnaðarmyndar, þegar þróunin
fer ekki beina leið, heldur margkvíslaðar og undraverðar
krókaleiðir, eins og er t. d. hjá skordýrunum, þar sem
sama tegundin birtist í mörgum mismunandi gervum eftir
aldri og þroska. Og hámarki sínu nær listaverk þróunar-
innar ef til vill hjá þeim skordýrum, sem breytast gersam-
lega frá því sem þau- eru á unga aldri, eins og t. d. fiðr-
ildin. Það er ekki orðum aukið að nefna breytingu þeirra
myndskiptingu, af því þau skipta algerlega um gervi eða
mynd, þegar þau breytast úr lirfu í fullorðið skordýr.
Hvert mannsbarn þekkir fiðrildin, sem fljúga létt og
glæsilega af einu blóminu á annað. Af fiðrildum eru til
fjöldamargar tegundir, einnig hér á landi, og þrátt fyrir
alla margbreytnina eru þau þó svo lík sín á milli, að
aldrei leikur vafi á því, hvað fiðrildi sé. Fiðrildin verpa
eggjum, sem eru mjög mismunandi að lögun og að fjölda.
Sum eru hnöttótt eða flöt, önnur eru aflöng, oft eru þau
að utan prýdd örfínum hnúðum og skorum. Fjöldinn er
mjög mismunandi, þetta frá 100 upp í 2500. Þá er einnig
allmikill munur á því, hvar og hvernig eggjunum er verpt.
Sumar tegundir verpa eggjum sínum einu í hverju lagi, og
sá þeim á víð og dreif um engjar og tún, önnur festa
þau í hrauka, bönd eða kransa. Einstöku tegundir grafa
fyrir eggjunum i blöð og stöngla plantnanna og koma
þeim þar fyrir. Utan um eggið er skurn, og á henni er
eitt gat, sem nefna má frjóopið (mikropyle), því að inn