Skírnir - 01.01.1932, Side 84
78
Um skordýrin og breytingar þeirra.
[Skírnir
um það fer frjósellan, sem frjóvgar eggið. Að ytra útliti
er egg alltaf egg, hinn hviti depill, sem límdur er á blað
plöntunnar tekur ekki neinum breytingum að því er séð
verður. En innan við skíðgarðinn, sem umlykur eggið^
gerast stórfeldar breytingar, — þar er líf og annríki. Loks
kemur að því að eggskurnin rifnar og út úr vöggunni stíg-
ur barnið, barn eða lirfa fiðrildisins, hinn alþekkti tólffót-
ungur. Ekki er mikill ættarsv pur með honum og foreldr-
unum. Enginn skyldi halda, að hinn »viðbjóðslegi ormur«
væri afkvæmi hins fagra og létta fiðrildis eða að hann ættf
fyrir sér að svífa á vængjum í loftinu og reka erindi ástar-
guðsins meðal blómanna. Eins og aliar aðrar skordýralirfur
er tólffótungurinn vængja-
laus. Að utan er hann
klæddur kítínskurn, sem
er þykkust á höfðinu. Á
höfðinu eru fálmarar, en
þeir eru ákaflega stuttir
og ófullkomnir. Augun eru
mjög smá en mörg, depil-
augu en ekki netaugu eins
og hjá foreldrunum. Munn-
limirnir eru gerðir til þess
að bíta, skera og tyggja
4. mynd. Grasfiörildi með lirfu
(lólffótungl. Athuga muninn.
(B. Sæm.: Dýrafræði.)
með, 0: bitmunnur, þeir hafa ekki enn þá myndað ranann
til þess að sjúga með hunangið úr nægtarbúri blómanna..
Aftan við höfuðið kemur frambolurinn í þrem liðum, en þá
tekur afturbolurinn við, eru i honum niu liðir. Allir liðirnir
eru nokkurn veginn eins að lögun og stærð, en við það
verður munurinn á frambol og afturbol sáralítill. Á fram-
bolnum eru sex veikbyggðir fætur, tveir á hverjum lið,
eins og venjan er hjá skordýrunum. Þeir eru engan veg-
inn þess megnugir að bera líkamann, svo stór sem hann
er í samanburði við þá, — ekki sízt vegna þess, að lirfan
leggur oft leið sína um miklar ófærur, upp og niður plöntu-
stönglana, sem svigna fram og aftur í blænum eins og reiði
á skipi i stórsjó. Þess vegna hefir lirfan öðlazt sérstaka