Skírnir - 01.01.1932, Síða 85
Skírnir ]
Um skordýrin og breytingar þeirra.
79
íætur, sem foreldrana vantar, hinar svonefndu gangvörtur.
Af þessum gangvörtum eru 10, tvær á 3. lið afturbolsins,
tvær á 4. lið, tvær á 5. lið, tvær á 6. lið og tvær á 9. lið.
Á enda hverrar vörtu eru burstar eða krókar og er þeim-
raðað á tvennan hátt, annaðhvort í röð eða í kring. Að
ytra útliti er því tólffótungurinn gersamlega ólíkur foreldr-
unum og það sama er að segja um alla innri gerð hans.
Sú er aðalhugsjón fiðrildanna að margfaldast og upp-
fylla jörðina, að fylla hana af fiðrildum, smáum og stór-
um. Það er aðalatriðið. Hunangið, sem blómin fórna þeim,
fer ekki til þess að auka stærðina, því að fiðrildin vaxa
ekki, því er varið til þess að halda við kröftunum, sem
eru nauðsynlegir til þess að hugsjónin mikla geti rætzt.
Allt öðru máli er að gegna með lirfuna. Hún á engar hug-
sjónir, það eiít er aðalatriði fyrir henni að éta og éta allt
sem tönn á festir. Og allri fæðunni er varið til þess að
auka stærðina, því að lirfan tekur engum breytingum. Á
uieðan á lirfustiginu stendur eykst efnismagn lirfunnar
uiörgum sinnum, ef til vill mörg hundruð sinnurn, enda
verður hún oft að skipta ham, — hvert hamskiptið rekur
annað og sagt er að sumir tólffótungar skipti ham allt að
því 17 sinnum. Við hamskiftin verður engin breyting á lirf-
uuni önnur en sú, að hún stækkar, ekkert ber á vængjun-
uni, sem seinna koma til sögunnar, alltaf eru hinir eigin-
!egu fætur jafn smáir og stöðugt eru gangvörturnar aðal-
hreyfitækin.
En framtíð lirfunnar er »stakkur skorinn«. Loks kem-
ur að því, að hún fær nóg af átinu, stærðin er þá orðin
eins og hún getur orðið mest hjá þeirri tegund, sem um
er að ræða, við þau skilyrði, sem lirfan hefir átt við að
búa. Nú er fyrsta skeiðinu á lífsferli fiðrildisins lokið, ævi-
bagur tólffótungsins er að kvöldi kominn. Auk þess, að
brfan hefir margfaldað stærð sína, hefir hún einnig lagt
ié á vexti, hún hefir safnað mjög miklu af forðanæringu
uudir tímann, sem nú fer í hönd, og þessi forðanæring er
gnægð af fitu, sem fyllir mikinn hluta af líkama dýrsins.
Eirfan er nú nefnilega að því komin að breytast í full-