Skírnir - 01.01.1932, Síða 86
80 Um skordýrin og breytingar þeirra. [Skirnir
komið skordýr (fiðrildi), en munurinn á fiðrildi og tólffót-
ung er svo feiknamikill, að breytingunni verður ekki full-
nægt með hægum gangi, með því að skipta ham hvað
eftir annað og taka dálítilli breytingu við hver hamskipti,
nei, Iirfan verður að taka undir sig mikið stökk, til þess
að komast yfir djúpið, sem skilur hana frá því marki, sem
henni er ætlað að ná. Bréytingarnar, sem nú fara í hönd,
eru svo yfirgripsmiklar og stórstígar, að lirfan verður að
leggjast i dvala til þess að komast yfir torfærurnar. Allur
líkami hennar, bæði útvortis og innvortis er nú að miklu
leyti rifinn niður, en annar Iikami er gerður í hans stað,
lirfan er að breytast í fiðrildi, hún er á púpustiginu.
Púpan er sá liður í lífi skordýranna, sem myndar brú
á milli lirfunnar og hins fullkomna skordýrs. Engu sið-
ur en lirfan og fullorðna skordýrið er púpan lifandi vera,
lífsstörfin halda áfram óslitið þrátt fyrir allar þær miklu
byltingar, sem gerast í líkama dýrsins. Öndunin fer stöðugt
fram, og ýmsar eínabreytingar gerast í stórum stil í
líkamanum. Á hinn bóginn tekur púpan enga næringu til
sin, heldur eyðir hún því, sem safnað var á »góðu árun-
um«, og nú er fitan henni ómetanlegt forðabúr. Vöxtur-
inn er nú með öllu hættur, allt snýst um það, að breyt-
ast úr lirfu í fiðrildi eins fljótt og unnt er, og til þess
er ekkert sparað. Um útlit líkist púpa fiðrildanna öllu meir
fiðrildi en tólffótung. Vængirnir eru nú komnir í ljós eins
og allstór börð utan á Iíkamanum, í staðinn fyrir depil-
augun eru komin netaugu, úr bitmunninum er orðinn sog-
munnur, fálmararnir eru orðnir miklu lengri en hjá lirfunni,
og allt eftir þessu. Líkami púpunnar er allur mjög sléttur
og gljáandi, þvi úr kirtlum í húðinni smitar efni, sem
storknar í loftinu, og límir alla útlimi dýrsins við líkam-
ann, svo að púpan líkist smurling. Þess konar púpu mætti
nefna gljápúpu (Pupa obtecta).
Þegar púpan hefir sofið þessum einkennilega Þyrni-
rósarsvefni um hríð, eru breytingarnar á enda, og einn
góðan veðurdag rifnar púpuskurnið, og út úr reifunum
kemur fiðrildið. Fyrst í stað eru vængirnir samanbrotnir,