Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 87
Skírnir] Um skordýrin og breyíingar þeirra. 81
allir útlimir lítt hertir, og kítínhamurinn mjög linur, svo
að dýrið getur ekki hreyft sig neitt verulega. Það er þá
mjög lasburða og ósjálfbjarga. Það heldur sér dauðahaldi
í stráið, sem fyrst varð fyrir því, þegar það kom út i heim-
inn á ný, til þess að byrja þar nýtt líf, gerólíkt átlífinu,
sem púpan batt enda á. Brátt harðnar skurnið um líkama
dýrsins, fæturnir styrkjast og vængirnir spennast út, fiðr-
ildið sleppir stráinu, og lætur morgunblæ sumarsins lyfta
sér frá jörðu í fyrsta sinn. Nú er fegursta skeiðið í lífi
þess byrjað, lífið í loftinu, lífið á blómunum. Æskuskeiðinu
er nú lokið, fiðrildið stækkar ekkert úr þessu, og breytist
yfirleitt ekkert, því að það skiptir aldrei um ham. Sjálft er það
búið að vinna sigur á vígvelli lífsins, lengra getur það
ekki komizt í fullkomnun en að svífa á vængjum á milli
blóma. En því er ekki nóg með það. Nú er að gjalda skuld
sina til ættarinnar með því að skapa nýja kynslóð handa
komandi tímum, og því er að velja sér konu. En fiðrildið
er forsjált. Fyrir löngu hafa örlögin bundið karl og konu
eilífum böndum, því að þegar á lirfustiginu var það ákveðið,
hverjar lirfur ættu að verða karldýr og hverjar kvendýr,
enda þótt allar lirfur á sama reki litu eins út og ekki væri
farið að bóla á neinum vísi til kynfæra. Og enn þá merki-
legra er það, að það er eins og lirfurnar hafi haft einhverja
meðvitund um hvers kyns þær yrðu, því að þegar lirfu-
stigið var á enda og hvíldartiminn (púpustigið) fór í hönd,
leituðu þær saman tvær og tvær og gengu í gegn urn
púpustigið hlið við hlið. Og síðar, þegar púpurnar urðu að
fiðrildum, kom það í ljós, að önnur lirfan varð að karl-
fiðrildi, en hin að kvenfiðrildi. — Kvendýrið verpir nú eggj-
um sínum, en karldýrið frjóvgar þau, og þannig er lagður
grundvöllurinn undir nýja kynslóð, — sama sagan endur-
tekur sig á ný.
4. Nokkur orð um breytingar þekktra
íslenzkra skordýra.
Breytingum fiðrildanna og beinvængjanna hefir verið
lýst allnákvæmlega að framan og er því óþarfi að endur-
6