Skírnir - 01.01.1932, Page 90
84 Um skordýrin og breytingar þeirra. [Skírnir
(flugvængi og þakvængi), sem hylja mestan hluta bolsins,
þegar það er fullorðið (járnsmiður). Á höfði lirfunnar eru
4—6 depilaugu hvors vegar. Munnlimirnir eru mjög sterkir
og vel lagaðir til þess að halda með bráðinni, á meðan
lirfan sýgur úr henni allt ætilegt. Þegar lirfan hefir öðlazt
fulla stærð, grefur hún sér holu í jörðinni, sléttir og herðir
veggi hennar og verður að púpu. Púpan er að því leyti
frábrugðin púpu fiðrildisins, að útlimirnir, sem þegar sjást
utan á dýrinu, eru ekki límdir við líkamann með vaxkenndu
efni. Fætur og aðrir útlimir sjást því greinilega. Púpu af
þessari gerð mætli nefna fótapúpu (pupa libera). Þegar
púpustigið er á enda opnast púpan og járnsmiðurinn kem-
ur til sögunnar.
6. mynd. Brunnklukka og vatnsköttur. Útlend
tegund. (B. Sæm.: Dýrafræði.)
Allir þekkja frænku járnsmiðsins, brunnkliikkana, og
son hennar vatnsköttinn. Fyrst skulum við líta á lirfuna
eða vatnsköttinn. Hann er í öllu verulegu líkur járnsmiðs-
lirfu, en lifið í vötnum og pollum hefir gætt hann ýmsum
sérkennum, sem járnsmiðslirfuna vantar. T. d. eru fæturnir
að aftan faldaðir fínum hárum: göngustöfum járnsmiðs-
lirfunnar hafa vatnskettirnir breytt í árar. Vatnskötturinn
og brunnklukkan eru kornin af dýrum, sem lifa á landi,
nefnilega járnsmiðunum og þeirra ætt. Þegar forlögin lögðu
þeim það á herðar að lifa í vatni, var það mesti erfiðleik-
inn að ná í súrefni, líkamanum til orku. Á landi höfðu
þau unnið það úr andrúmsloftinu, sem streymdi út og inn