Skírnir - 01.01.1932, Side 91
Skirnir] Um skordýrin og breytingar þeirra. 85
um loftæðakerfið í líkama dýrsins. Þessar loftæðar voru ekki
við því búnar að vinna súrefni úr vatni, og því varð dýrið
að finna einhver ráð til þess að leysa þá þraut. Það fór
þá að eins og hvalirnir og selirnir meðal spendýranna,
þegar þeir fóru að leggja undir sig hafið, það notaði sín
gömlu öndunarfæri, en breytti þeim aðeins lítils háttar til
þess að þau kæmu að notum. Loftæðakerfi vatnskattarins
opnast aðeins með tveim pípum á afturenda dýrsins, og
svo er um hnútana búið, að vatninu er varnað inngöngu.
Öðru hvoru kemur dýrið upp að yfirborði vatnsins til þess
að fylla líkamann Iofti, alveg eins og hvalir og selir koma
upp til þess að anda. Vatnskötturinn er grimmasta rándýr,
en vantar þó munninn, því að varirnar eru grónar saman,
svo munnholan er lokuð á alla vegu. Skæðustu vopn hans
eru bitkrókarnir. Þeir eru beittir sem spjót, holir að innan
og tvennt í senn, eiturnálar, og dælur til þess að sjúga
næringu úr líkama bráðarinnar. Vatnskötturinn lætur lítið
á sér bera, þar sem hann liggur í leyni en er reiðbúinn
til stökks, þegar bráðin, ef til vill dálítið hornsíli, kemur í
færi. Þá læsir hann hinum öflugu og beittu bitkrókum af
öllu afli inn í líkama dýrsins, og á sömu stundu byrja
kirtlar að gefa frá sér eitur, sem spýtist gegnum bitkrók-
ana inn í sárin. Hornsílið verður nú hamstola af sársauka
og beitir öllum kröftum til þess að bjarga lifinu, en brátt
fer að draga af því, því eitrið verkar fljótt og loks missir
það meðvitundina og deyr. Vatnskötturinn byrjar þá á
nýjan leik, hann hættir að spýta eitri gegnum bitkrókana,
en notar þá í þess stað sem farveg fyrir meltingarvökva,
sem hann spýtir inn í dýrið. Þessir meltingarvökvar eru
svo sterkir að líkami hornsílisins fær ekki staðizt, eftir
örstutta stund eru vöðvar þess og innýfli orðin að mauki,
og þá fyrst sezt vatnskötturinn að snæðing. Dælurnar eru
settar í gang, maukið sogast inn um bitkrókana inn í munn-
holuna og þaðan fer það meltingarveginn gegnum dýrið.
Loks er ekkert eftir af hornsílinu nema roðið og beinin
sem sorglegur vitnisburður um að einn hefir orðið að láta
lífið fyrir annan. Þegar vatnskötturinn er orðinn 5-6