Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 92
86 Um skordýrin og breytingar þeirra. |Skirnir
vikna gamall, hefir hann náð fullri stærð, og skipt þrisvar
um ham. Hann finnur nú að æskuskeiðið í vatninu er á
enda, skriðar á land, leitar sér að linum bletti og grefur
sig þar í jörðu. Þar gerir hann sér dálitla holu með slétt-
um veggjum, og úr því fer að síga á hann höfgi. Eftir
nokkra daga leggst hann í dvala og þá byrjar púpustigið.
Nokkrum vikum seinna eru dagar púpunnar á enda, skurn-
in rifnar, og út kemur brunnklukkan. Fyrst í stað fer hún
hægt að öllu, hún gefur loftinu góðan tíma til þess að
herða vængi, fætur og brynju, en úr því fer hún úr hol-
unni og heldur aftur í vatnið, þar sem hún riaut æsk-
unnar.
c. Æðvængjur. Sem dæmi má nefna hunangsfluguna.
Hún er allstórt skordýr með fjóra glæra vængi og loðinn
líkama, en á þeim einkennum má þekkja hana frá flugun-
um. Hún hefir bæði bitmunn og sogmunn, bitmunn til þess
að tyggja með frjóduft blómanna og skera með göt á
krónupípur ýmissa blóma, sogmunn til þess að sjúga með
hunangið. Eins og margar aðrar æðvængjur gera hunangs-
flugurnar sér bú. Á sumrin er þar líf og gleði yfir öllu,
en á vetrum ríkir kyrrð og friður, enda er þar þá fámennt,
því að konan er ein í bænum, systur hennar stjórna hver
sinu búi, en aðrir ættingjar eru dánir. Þarna hokrar hún
einmana og biður vorsins og blíðviðrisins. Loks kemur að
því að nýgræðingarnir fara að skjóta kollinum upp úr
moldinni, þeir vaxa, verða að stórum plöntum og plönt-
urnar bera blóm. Þegar svona hefir verið búið í haginn
fer hunangsflugan á kreik, hún flýgur blóm af blómi til
þess að safna hunangi, en borðar það þó ekki sjálf, held-
ur safnar í »kornhlöður« heima í búinu. Úr hunanginu
gerir hún nokkurs konar deig, og þegar hún þykist hafa
viðað nógu miklum forða heim, fer hún að verpa eggjum
í deigið. Eftir nokkurn tíma koma lirfur úr eggjunum, þær
lifa á hunanginu unz þær hafa náð fullri stærð. Þá púpa
þær sig. Þegar þær hafa fengið nóg af átinu, spinna þær
um sig eins konar hjúp, og í honum breytast þær í full-
komið skordýr. Þegar púpustiginu er lokið rifnar hjúpur-