Skírnir - 01.01.1932, Síða 93
JSkirnir Um skordýrin og breytingar þeirra. 87
inn, og út kemur dýr, sem eins og móðirin er kvendýr,
•en þó í mörgu frábrugðið henni. Því er ekki ætlað að vera
húsmóðir eins og hún, það er bara vinnukona í búinu,
eða, eins og það er nefnt, þerna. Öll fyrstu dýrin, sem
'klekjast, eru þernur. Þær hjálpa móðurinni að safna hun-
angi og hlynna sem bezt að hinum dýrunum, sem seinna
koma, en úr þeim verða karldýr og kvendýr eins og móð-
irin, en ekki þernur. Nú fer að verða líf og fjör i búinu,
þarna ægir saman vinnukonum, gjafvaxta heimasætum og
ungum, fríðum sveinum. Þegar veturinri nálgast hefir ástar-
.gyðjan leyst sitt starf af hendi, karldýrin hafa frjóvgað
kvendýrin, en þernurnar hafa farið
alls á mis. Þeirra hlutverk hefir
verið það eitt, að vinna fyrir aðra,
— svona er jafnaðarmennskan
sumstaðar í ríki náttúrunnar. Loks
deyja karldýrin og þernurnar, en
kvendýrin ein halda velli. Brátt
skiljast leiðir þeirra, dæturnar yfir-
gefa móðurina, þær halda hver í
sína áttina og stofna hver sitt bú,
þar verða þær einvaldar drottn-
ingar næsta vor.
d. Tvívængjur. Breyting
maðkaflugunnar er ef til vill
þekktari almenningi, en þróunarbraut nokkurs annars ís-
lenzks skordýrs. Allir þekkja hin löngu, hvítu egg þeirra,
víurnar, í kjöti og fiskúrgangi. Út úr egginu kemur lirfan
eða maðkurinn, eins og við nefnum hana. Maðkar heita
annars allar þær skordýralirfur, sem eru alveg útlimalaus-
ar, og þar á meðal eru einmitt lirfur flugnanna. Þegar lirf-
an hefir náð fullum þroska sýnist hún aldauð, brún á lit.
Þessir brúnu, stuttu, »dauðu« maðkar, sem við þekkjum
svo vel, eru hvorki meira né minna en púpur, sem að ut-
an eru þaktar síðasta lirfuhamnum sér til hlifðar. Að ytra
útliti virðist púpan miklu styttri en lirfan, hún líkist helzt
tunnu í laginu og mætti því nefna hana tunnupúpu (pupa
7. mynd. Maðkafluga með
lirfu (til vinstri) og púpu
(til hægri). (B. Sæm.: Dýra-
fræði.)