Skírnir - 01.01.1932, Síða 94
88 Um skordýrin og breytingar þeirra. [Skírnir
coarctata). Áður hefir verið minnst á gljápúpu og fóta-
púpu, tunnupúpan er þriðja púpugerðin, sem til er. — Ef
heitt er í veðri kemur maðkaflugan út úr púpuskurnina
eftir nokkra daga, og svo byrjar saga ættarinnar á ný.
Um þróun húsaflugunnar og annara flugna er svipa5
að segja.
Mýflugur. Ef kastað er nægilega litlum steinögnum
varlega á sléttan vatnsflöt sökkva þær ekki og fljóta þó
ekki heldur, heldur liggja á
vatninu, enda þótt þær séu í
eðli sínu þyngri en það. Or-
sökin til þessa er sú, að yfir-
borð vatnsins er klætt dálítilli
himnu. Himnan er svo veik, að
hún getur svo sem enga mót-
spyrnu veitt, ef mælt er á vorn
mælikvarða, en þrátt fyrir það
hefir hún geysimikla þýðingu.
fyrir ýms smádýr í vatninu og
á, þar á meðal skordýrin. Þessa.
himnu nota mörg skordýr sem
»skautasvell«, t. d. vatnsblám-
urnar. Önnur skordýr, sem lifa
í vatni, t. d. mýflugnalirfurnar,.
geta á engan hátt án hennar
verið.
Lirfur hinna eiginlegu mý-
flugna (culex) lifa einkum í
lygnu vatni, helzt litlum poll-
um og þeim oft allóhreinum.J) Það væri ekki öllum hent
að ná í súrefni úr hálffúlum pollum, en það geta mý-
flugnalirfurnar, en þar kemur himnan á yfirborði vatnsins
þeim að góðu, því að í henni hanga lirfurnar blátt áfram
með dálítilli totu á næstaftasta lið afturbolsins. Þessi tota
er öndunarfæri dýrsins, í henni eru tvær pípur og um þær
8. niynd. Mýflugulirfa, sem
hangir í vatnsskorpunni (til
vinstri). Miðmyndin (neðri)
sýnir mýflugulirfu, sem hefir
sleppt takinu í vatnsskorpuna
og lætur sig síga niður í vatn-
ið. Til hægri handar á mynd-
inni sést púpa, en efst er full-
orðin mýfluga að brjótast út
um púpuskurnið. (B. Sæm.:
Dýrafræði.)
1) Ættkvísl sú, sem hér er iýst, hefir ekki fundizt hér á landi_