Skírnir - 01.01.1932, Síða 95
Skímirl
Um skordýrin og breytingar þeirra.
89
streymir loftið inn í loftæðakerfi líkamans. Þegar dýrið
hangir í vatnsskorpunni, eins og himnan er nefnd, eru
endar pípnanna alltaf upp úr, en þegar lirfan syndir niðri
í pollinum er svo um búið, að ekki kemst vatn inn í þær.
Annars er frekar fátt um mýflugulirfuna að segja í fljótu
bragði. Hún er löng og mjó, liðaskiftingin er greinileg og
fætur engir. Á höfðinu eru sterkir bitlimir, tvö netaugu, en
ekki depilaugu eins og annars er venja hjá lirfum skor-
dýra, sem taka myndskiptingu. Þar eru einnig fálmararnir
tveir. Lirfan er dálítið þyngri en vatnið og sekkur því, ef
hún sleppir taki sínu í vatnsskorpunni. Hægt svífur hún
frá yfirborðinu niður undir botn pollsins, því að fjöldamörg
löng hár á hliðum bolsins veita mótspyrnu. Á enda aftur-
bolsins eru mörg löng hár, sem koma að góðum notum,
þegar dýrið syndir upp að yfirborðinu á ný. Mýflugulirfan
er friðsamasta grey. Hún lifir á ýmsum matarögnum í vatn-
inu, sem straumurinn ber að munni dýrsins, en um munn-
inn eru smáhár, sem með hreyfingum sínum bægja straumn-
um inn í munninn. Þégar lirfan hefir skipt ham um fjórum
sinnum kemur púpan til sögunnar. Hún er í mörgu mjög
frábrugðin lirfunni. Frambolur og höfuð eru mjög gild og
beygð inn undir afturbolinn. í stað einnar totu eru tvær og
þær eru ekki á afturenda dýrsins, heldur á bakinu. Púpan
er léttari en vatnið, hún morar í yfirborðinu eins og lirfan
gerði. Himnan á yfirborðinu varnar því, að meira standi
upp úr en pípurnar. Á afturenda dýrsins eru tvö mikil
blöð, það eru sundtæki, því að púpan getur synt. Hún
liggur ekki í fullkomnum dvala, eins og annars er títt um
skordýrapúpur. Þegar púpustiginu er lokið, rifnar skurnin
á baki púpunnar, þannig að opið, sem myndast, veit upp
úr vatninu. Mýflugan skríður nú út. Hún þarf ekki að
snerta vatnið og skurnina getur hún notað sem skip, því
á því situr hún meðan húð, fætur og vængir eru að
harðna. Mýflugurnar eru mesta plága á mönnum og skepn-
um, einkum í öðrum löndum. í Suðurlöndum bera þær
(Anopheles) köldusótt milli manna.
Hið svo nefnda bitmý er því miður harla þekkt hér