Skírnir - 01.01.1932, Page 96
90
Um skordýrin og breytingar þeirra.
[Skirnir
á landi, ekki sízt við Sogið og Mývatn. Það líkist öllu
heldur flugum en mýflugum, ekki sizt vegna þess, að
fálmararnir eru mjög stuttir. í lifnaðarháttum líkist það mý-
flugunum, lirfurnar lifa í vatni, en helzt þar sem er mikill
straumur. Enda heldur lirfan sér ekki við yfirborðið, en
hefir tæki til þess að festa sig við botninn.
Af mýflugnaflokknum eru til fjölda margar tegundir
hér á landi og annarsstaðar, en ættirnar eru mjög sundur-
leitar um lifnaðarhætti.
Auk þeirra skordýra, sem nú hefir verið minnzt, mætti
nefna mörg önnur, en það yrði alltof
langt mál að rekja. Einkum mætti
minnast tveggja skordýra, sem telja
má til sníkjudýra mannsins, nefnilega
lúsanna og flónna. Flóin tekur mynd-
skiftingu. Eggjum sinum verpir hún
í ýms óhreinindi, hvar sem þau er
að finna, t. d. í gólfrifum og annars
staðar. Eftir 5—6 daga kemur lirfan
úr egginu. Hún lifir á ýmsum lífræn-
um smáögnum, sem nóg er af i sorp-
inu. Að útliti er lirfan nokkuð löng
og mjó, Ijósleit á lit og alsett smá-
um hárum á hliðunum. Hún hefir bit-
munn. Þegar lirfan er um fjórtán daga
gömul spinnur hún um sig hjúp og verður að púpu. Eftir
annan hálfan mánuð kemur flóin úr púpunni. Lijsnar taka
svipbreytingu. Út úr egginu kemur lirfa, sem líkist mjög
móðurinni. Hún vex smám saman unz hún hefir náð full-
um þroska.
5. Niðurlagsorð.
Að framan er minnzt á helztu drættina í breytingu
skordýranna. Margt mætti enn þá tina til fróðlegt um þau,
en tvær spurningar finnast mér liggja næst. Hvað gömul
verða skordýrin, og hvers vegna breytast þau?
Að framan er þess getið, að skordýrin skiptast í fjóra
9. mynd. Mannafló
með lirfu (til vinstri)
og púpu (til hægri).
(B. Sæm.: Dýrafræði.)