Skírnir - 01.01.1932, Síða 97
'Skírnir]
Unr skordýrin og breylingar þeirra.
91
flokka eftir því hvernig þau breytast meðan á þróuninni
stendur; breytingarnar eru svipbreyting, svipskipting, mynd-
breyting og myndskipting. Flest eru þau skordýr, sem taka
myndskiptingu. Hver einstaklingur meðal þeirra gengur í
gegnum fjögur meginþroskaskeið á lífsferli sínum, nefni-
lega: eggstigið, lirfustigið, púpustigið og fullorðinsstigið.
Ævi skordýranna er vanalega stutt, oftast nær eitt ár. Þó
eru til skordýr, sem lifa miklu skemur, sumar blaðlýs Iifa
t. d. aðeins einn eða hálfan annan mánuð, á einu ári fæð-
ast og deyja 9—12 kynslóðir. Á hinn bóginn lifa allmörg
skordýr lengur enn eitt ár. Má t. d. nefna aldinborrann,
sem lifir 4—5 ár, og einstöku önnur útlend skordýr geta
lifað allt að því 20 ár eða lengur.
Annað mál er það, hve mikill hluti aldursins kemur á
hvert þróunarstig. Vanalega lifa skordýrin mestan hluta
aldursins sem lirfur. Lirfustig aldinnborrans er t. d. 4 ár,
lirfustig einnar ameríkskrar skordýrategundar er 17 ár. Á
hinn bóginn er lirfustig húsaflugunnar ekki nema um 4
daga, og hunangsflugan lifir aðeins viku til hálfsmánaðar
tima sem lirfa. Um púpustigið er það að segja, að tímalengd
þess breytist nokkuð eftir lífskjörunum, þótt um sömu teg-
und sé að ræða. Vanalega er púpustigið stutt, en margar
tegundir í köldu löndunum geymast sem púpur kuldatíma
ársins. Hjá einstöku tegundum kemur það stundum fyrir,
að einstöku dýr eru miklu lengur á púpustiginu en al-
mennt gerist. Um fiðrildapúpur er það kunnugt, að þær
geta legið í 7—8 ár, án þess þær gefi nokkur lífsmerki
frá sér. Svo allt í einu brestur skurnin, og fiðrildið kemur
út. Enginn veit hvað það er, sem veldur þeim langvinna
dvala.
Fullorðinsskeið skordýranna (Imago) er vanalega stutt.
Ætlunarverk fullorðna skordýrsins er fyrst og fremst tímg-
unin, en þegar henni er lokið, deyr dýrið vanalega brátt.
Elztar verða ýmsar bjöllur, brunnklukkan getur t. d. lifað
i 3—4 ár, og biflugnadrottingin getur náð allt að 15 ára
aldri. Á hinn bóginn njóta flest skordýr fullkomleikans
•ekki lengi. Árum saman hafa þau ef til vili lifað sem lirfa