Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 98
92
Um skordýrin og breytingar þeirra.
[Skírnir
og púpa, en sem fullorðin skordýr lifa þau vanalega aðeins
nokkra daga eða nokkrar klukkustundir. Skammlífust verða
sum fiðrildi. Líf þeirra er aðeins 30—45 mínútur, frá því
þau koma úr púpunni og þangað til þau leggja sig til
hvíldar í hinzta sinni.
Á því leikur enginn vafi að elztu skordýrin, sem þekkt
eru í jarðlögunum, voru vængjalaus, og þau hafa að sjálf-
sögðu tekið mjög lítilli breytingu eða svipbreytingu, sem
við köllum. Hinar breytingaraðferðirnar eru yngri, því að
þeir skordýraflokkar, sem þeim hlíta, koma fyrst miklu seinna
í heiminn. Spurningin er nú, hvernig stendur á því, að
skordýrslirfan er svo frábrugðin foreldrunum? Hví þarf
hún oft að taka fullkomnum stakkaskiftum til þess að ná
útliti þeirra? Sannleikurinn er sá, að skordýrin hafa skipt
lífsferli sínum í tvö, alveg aðgreind skeið, og hverju skeiði
er helgað alveg ákveðið lifsstarf. Annað skeiðið er lirfu-
stigið. Það er þroskatími einstaklingsins, þá er ekkert um
annað hugsað en að borða og vaxa, enda fellur allur vöxt-
urinn á þetta skeið, en eftir að því er lokið, vex dýrið
alls ekki. Skordýrslirfan breytist ekki í fullkomið skor-
dýr fyrr en hún hefir náð fullri stærð, allur vöxturinn
fellur á lirfuskeiðið. Að þessu leyti eru skordýrin frábrugð-
in öllum öðrum dýrum, sem taka breytingum í uppvextin-
um eða hafa svo nefnt lirfustig, öll önnur dýr en skor-
dýrin hafa öðlazt lögun foreldranna löngu áður en fullri
stærð er náð. Verkaskiftingin milli lirfuskeiðsins og full-
orðinskeiðsins er því miklu fullkomnari hjá skordýrunum
en nokkrum öðrum dýrum.
Fullorðinsskeiðið er aðallega helgað tímguninni, þar er
mataræðið aukaatriði, a. m. k. oftast nær. Eins og lirfu-
stigið er helgað einstaklingnum, þannig er fullorðinsskeiðið
helgað tegundinni, sem einstaklingurinn tilheyrir. Það er
nú þessi verkaskifting, sem hefir gert það að verkum, að
lirfan lifir oft og einatt við allt önnur kjör en fullorðna
skordýrið, þvi að hún gerir allt aðrar kröfur til lífsins, og
þarínast sérstakra skilyrða til þess að fá þessum kröfum
fullnægt. Hið fullorðna skordýr hefir, eftir því sem tímar