Skírnir - 01.01.1932, Page 106
Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur.
Eftir Einar Ól. Sueinsson.
I.
Það er gamalt deilumál, hversu mikil kynni og við-
skipti hafi verið með norrænum þjóðum og Keltum á vík-
ingaöld. Að visu bera sögulegar heimildir þess órækt vitni,
að Norðurlandabúar hafa farið hershöndum víða um eyj-
arnar vestan hafs og setzt þar að á sumum stöðum og
stofnað þar ríki og byggt þar borgir. Þá sanna og bæði
sögurit og fornminjar, að vikingarnir hafa komizt yfir mik-
ið fé, ýmist með hernaði og ránum eða verzlun, og hefir
þá silfur borizt alveg óspart til Norðurlanda. En hve náin
hafa kynni þessara þjóðflokka verið? Hafa kynstofnarnir
blandazt mikið og hafa andlegu viðskiptin verið mikil? Hafa
Norðmenn þeir, sem vestan komu, flutt með sér jafnmikið
af andlegum fjársjóðum og af silfri? Þegar að þessu er
spurt, vandast málið, og samlyndi fræðimanna er á enda.
Sumir hafa reynt að sýna fram á, að áhrif þau, sem Norð-
menn urðu fyrir af þjóðunum fyrir vestan haf á víkinga-
ferðum sínum, hljóti að hafa verið mikil, aðrir hafa barizt
fyrir þeirri skoðun, að þau hafi verið lítil sem engin. Mörg-
um munu í fersku minni deilur þeirra Sophusar og Alex-
anders Bugge við Finn Jónsson, og þarf ekki það að rekja.
Virðist það sannast mála, að þær hafi ekki orðið útkljáð-
ar, heldur miklu frekar fallið niður, án þess að lokadómur hafi
fengizt um þær. Nú má vera, að röksemdum sé hér svo
varið, að óvenju erfitt sé að festa hendur á þeim, og hafi
það valdið miklu um, að óyggjandi úrlausn fékkst ekki.