Skírnir - 01.01.1932, Síða 107
Skírnir] Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur. 101
Þá má vera að nokkurn þátt í þessu eigi kapp það og
ákafi, sem kom fram í baráttunni; það gat vel ýtt undir
fræðimanninn að leita uppi rök fyrir sinni skoðun og veil-
ur á kenningum andstæðingsins, en ekki gat það orðið til
að auka skilninginn á því sannleikskorni, sem andstæðing-
urinn gat átt í fórum sínum.
En hvað sem er nú um þetta, þá er það víst, að undar-
lega er breytingin mikil, þegar komið er frá þeim fræði-
mönnum, sem fjallað hafa um sögu og orðlist Norðurlanda-
búa, til hinna, sem ritað hafa um skurðlist og listasmíði
þeirra. Þar virðist miklu meira samlyndi ríkja. Allir virðast
þeir á einu máli, að skrautlist Kelta hafi haft töluverð áhrif
á skrautlist Norðurlandabúa. Um þetta ritar Sophus Múller
1880 í bók sinni »Dyreornamentiken i Norden«, en þeir
vísindamenn, sem skrifa árið 1931 um listir Norðurlanda-
búa á víkingaöld í 27. bindi ritsafnsins »Nordisk kultur«,
virðast alveg á sama máli. Óvíst er að vita, hvað veldur
samþykki listfræðinganna, en ósamþykki málfræðinga og
sagnfræðinga. Hvort svo miklu auðveldara er að taka föst-
um tökum líkingu í tréskurði og málmsmíði en í ljóði, eða
hvort eitthvað annað veldur. Sophus Múller kemst svo að
°rði, að meðferðin á dýrshrammi sé svo sérkennileg í írskri
skrautlist, að hægt sé að þekkja hann úr dýrshrömmum í
skrautlist allra annara landa og tíma.En þegar til bók-
mennta íra og Norðurlandabúa kemur, virðist enn sem
komið er ekki vera unnt að leika það eftir.
Þótt öllum Norðurlandabúum hljóti að þykja fyrir að
ekki skuli til nein ótvíræð úrlausn á því, hve mikil hafi
verið skipti norrænna manna og Kelta á víkingaöld, og
hverjum áhrifum menning Norðurlandabúa hafi sætt vestan
um haf, þá snertir þetta þó ekki sízt oss íslendinga. ísland
fór að byggjast til muna einmitt þegar víkingaferðirnar
höfðu staðið svo lengi, að litlu var vant á öld. Atburðir
bæði vestan hafs og austan áttu þátt í byggingu landsins,
°g landnámsmenn komu hingað bæði úr Noregi og frá
1) Dyreornamentiken, bls. 83.